Leiðtogar boðaðir á Bessastaði

mbl.is/Sigurður Bogi

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundirnir verða á Bessastöðum, segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.

Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10.

Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11.

Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 12.

Fundur forseta og Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 13.

Fundur forseta og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, verður klukkan 14.

Fundur forseta og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fulltrúa Pírata, verður klukkan 15.

Fundur forseta og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, verður klukkan 16.

Fundur forseta og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, verður klukkan 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert