Tap en samt sigurvegari

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir. mbl.is/Hanna

Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra seg­ir á Face­book-síðu sinni að það sé skrýtið að tapa en líða sumpart eins og sig­ur­veg­ara. Björt framtíð þurrkaðist út af þingi í alþing­is­kosn­ing­un­um í gær. 

„Björt Framtíð var stofnuð til þess að breyta stjórn­mál­un­um. Breyta vinnu­brögðum og mál­flutn­ingi. Von­andi hef­ur okk­ur tek­ist það og næst þegar erfið mál á við það sem sprengdi rík­is­stjórn­ina kem­ur upp verður þeim ekki sópað und­ir teppið því þau eru vald­höf­um erfið. Ísland er gott sam­fé­lag, en hér rík­ir samt sem áður ljót mein­semd sem er kyn­ferðis­legt of­beldi gegn börn­um. Það má ekki nálg­ast þau mál í vörn og með leynd­ar­hyggju. Við þurf­um að þora að standa ber­skjölduð, breyta um taktík og sýna auðmýkt gagn­vart fólk­inu okk­ar.

Ef Bjartri framtíð hef­ur tek­ist að leggja lóð á vog­ar­skál­arn­ar hvað þetta varðar þá var gengið til góðs. Flokk­ur­inn og til­vist hans á þingi er ekki stærri en verk­efnið um gott ís­lenskt sam­fé­lag.

Sum­ir spyrja mig hvort úr­slit kosn­ing­anna séu ekki viðbrögð fólks við því að við fór­um í stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um og Viðreisn. Það má vera, en ég bakka ekki frá því að það var góð ákvörðun. Í mín­um huga skipt­ir mestu máli að ná fram þeim stefnu­mál­um sem fólk kaus okk­ur út á og það gerðum við í BF,“ seg­ir Björt á Face­book og fer yfir þau mál sem flokk­ur­inn barðist fyr­ir og náði fram.

„Hvað tek­ur við? Örugg­lega ákveðin nafla­skoðun hjá okk­ur í BF. En sjálf ætla ég líka bara að leyfa mér að njóta þess um stund í það minnsta að þakka fyr­ir það sem ég á. Njóta sam­veru með krökk­un­um mín­um og besta eig­in­manni ver­ald­ar. Það er gam­an í póli­tík, en þrátt fyr­ir það sem menn segja um kjör og annað, þá fylgja at­inu ekki mik­il lífs­gæði í þeim skiln­ingi að geta sett fjöl­skyld­una og vini í fyrsta sætið. Ég hef saknað þess mikið og ætla núna að gera það.

Ég ætla að leyfa mér að biðja fólk að hafa þetta aðeins í huga þegar það not­ar stór orð um þing­menn og/​eða ráðherra, sama í hvaða flokki þeir eru. Það er al­veg ýmsu fórnað fyr­ir þing­mennsku sem fólki leyf­ist ekki að væla yfir. Reynsla mín er sú að allt það fólk á þingi sem ég vann með var gott fólk, við vor­um ósam­mála, en stjórn­mála­menn ráðast ekki ann­ars í þess­ar stöður,“ seg­ir í færslu Bjart­ar á Face­book.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert