Þingflokkur Sjálfstæðisflokks aldrei minni

Ekki horfa á mig.
Ekki horfa á mig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­flokkk­ur­inn fær 25,2% fylgi á landsvísu og 16 þing­menn kjörna. Þetta er næst­versta út­koma flokks­ins í alþing­is­kosn­ing­um, en verstu kosn­ingu sína fékk hann árið 2009 í kjöl­far hruns fjár­mála­kerf­is­ins, 23,7%. Þing­flokk­ur­inn er þó jafn­stór og árið 2009 og hef­ur aldrei í lýðveld­is­sög­unni verið minni.

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur nú leitt flokk­inn í fern­um kosn­ing­um og upp­skorið fjór­ar af fimm verstu út­kom­um flokks­ins frá stofn­un.

Flokk­ur­inn tap­ar fimm þing­mönn­um frá kosn­ing­un­um fyr­ir ári, ein­um í hverju kjör­dæmi utan Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður. Vil­hjálm­ur Bjarna­son (SV), Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir for­seti Alþing­is (S), Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir (NA), Teit­ur Björn Ein­ars­son (NV) og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir (Rvk-S) missa öll þing­sæti sín en eng­in nýliðun er í þing­flokkn­um.

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði
Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði Auðunn Ní­els­son

Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn hafa verið á pari síðustu daga, en tel­ur að marg­ir hafi átt von á því að þeir myndu rísa meira í blá­lok­in líkt og raun­in varð í fyrra. „Ég held að þessi úr­slit hljóti að vera þeim ákveðin von­brigði. Þetta er næst­versta út­koma flokks­ins í kosn­ing­um.“

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í kosn­inga­sjón­varpi RÚV í gær að sótt væri að flokkn­um úr tveim átt­um. Ann­ars veg­ar frá Viðreisn og hins veg­ar Miðflokki.

„Til­koma Miðflokks­ins hef­ur ör­ugg­lega haft áhrif á gengi sjálf­stæðismanna, ég held að það sé al­veg víst,“ seg­ir Grét­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert