„Við erum að vinna þessar kosningar“

Bjarni Benediktsson ávarpaði stuðningsmenn flokksins í kvöld.
Bjarni Benediktsson ávarpaði stuðningsmenn flokksins í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er eitt sem kosn­ing­ar snú­ast fyrst og fremst um og það er að fá fylgi og við feng­um mest fylgi,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í ræðu sinni á kosn­inga­fundi sjálf­stæðismanna á Grand Hót­el og upp­skar mikið lófa­klapp fyr­ir.

„Þetta hef­ur ekki alltaf verið auðveld bar­átta. Þetta var frá fyrsta degi al­veg hörku­bar­átta,“ sagði hann og bætti við að sjálf­stæðis­menn fyndu það núna að bar­átt­an hefði verið þess virði.

„Það sem skilaði ár­angri fyr­ir okk­ur var samstaðan. Við stóðum sam­an öll sem eitt. Við börðumst fyr­ir því að stefn­an okk­ar fengi hljóm­grunn um allt land,“ sagði Bjarni.

„Við feng­um góðan hljóm­grunn, kæru vin­ir. Við erum að vinna þess­ar kosn­ing­ar.“

„Það á eft­ir að telja mikið af at­kvæðum en ánægj­an sem fylg­ir okk­ur við fyrstu töl­ur er gríðarleg. Við von­umst til þess að við fáum fleiri þing­menn inn eft­ir því sem líður á kvöldið.“

Bjarni sagði að fram­haldið yrði ekki ein­falt. „Fram­haldið mun al­farið ráðast af því að við Íslend­ing­ar stönd­um sam­an til þess að ná enn betri ár­angri til að gera frá­bært land ennþá betra,“ sagði hann.

„Í þessu landi býr krafta­verkaþjóð. Við get­um náð ótrú­leg­um ár­angri ef við bara ber­um gæfu til þess að starfa sam­an, vinna öll sam­an í þágu lands og þjóðar.“

Bjarni Benediktsson í ræðustólnum.
Bjarni Bene­dikts­son í ræðustóln­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka