Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mættur til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta á Bessastöðum. Í dag ætlar forsetinn að ræða við formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi eftir þingkosningarnar helgarinnar.
Bjarni var fámáll þegar hann steig út úr bílnum og gaf ekki færi á að ræða við fjölmiðla. „Ekki neitt“ sagði hann, spurður hvað hann vildi segja fyrir fundinn. Bjarni er nú sestur inn til Guðna.
Næst í röðinni er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, en forsetinn fundar með formönnunum í röð sem ákvarðast af þingstyrk flokkanna.