Ekki klár með meirihluta

Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum.
Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum. mbl.is/​Hari

„Það eru allir reiðbúnir að skoða þennan möguleika,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir fund sinn við Guðna Th. Jóhannesson í dag, um myndun meirihlutastjórnar fráfarandi stjórnarandstöðuflokka.

Katrín sagði, þegar hún ávarpaði fjölmiðla, að hún hafi gert forsetanum grein fyrir þeim samtölum sem hún hefur átt við formenn annarra flokka. „Ég sagði honum að mér finnst eðlilegast sem fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkar fá að skoða hvort það séu forsendur til að mynda ríkisstjórn,“ sagði hún.

Hún sagði að slík stjórn yrði þó stofnuð með þeim hætti að skapa breiðari samstöðu um ýmis mál með öðrum flokkum. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bak við mig. Við þurfum svigrúm til að eiga fleiri samtöl,“ sagði hún.

Hún sagði að viðræðurnar á milli þessara flokka væru vart hafnar, spurð hvort hún byggist við því að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst mikilvægt að sá sem fær umboðið hafi forsendur fyrir því að leiða viðræður um starfhæfan meirihluta.“

Katrín sagði að næst á dagskrá  væri að hver flokkur fyrir sig færi yfir sín mál. Hún útilokaði ekki að taka fimmta flokkinn inn í stjórn, frekar en aðra möguleika. Í hennar hugsa snúist þetta líka um vinnubrögð á Alþingi. Fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki einu sinni náð samstöðu um að veita þingnefndum formennsku. „Við verðum að breyta þessum vinnubrögðum.“

Katrín Jakobsdóttir sést hér yfirgefa Bessastaði eftir fund sinn með …
Katrín Jakobsdóttir sést hér yfirgefa Bessastaði eftir fund sinn með forsetanum. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert