Hefur rætt við nokkra flokka

Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðla að loknum fundi sínum með …
Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum á Bessastöðum mbl.is/​Hari

„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir fund sinn við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni sagði að það kynni að vera ágætt að gefa flokkunum meira svigrúm til stjórnarmyndunar en áður, við þær aðstæður sem uppi væru, en átta flokkar náðu mönnum á þing í kosningum helgarinnar.

Bjarni sagðist hafa sagt við Guðna að hann teldi að sá flokkur sem leiddi í öllum kjördæmum væri augljós kostur til að láta reyna á stjórnarmyndun. Spurður hverju hann ætti von á þegar að stjórnarmyndunarviðræðum kæmi, svaraði Bjarni. „Ég veit bara ekki hverju ég á von á.“ Bjarni sagðist aðspurður hafa talað við „nokkra flokka“ í óformlegum viðræðum. Þær viðræður væru hins vegar mjög skammt á veg komnar.

Píratar lýstu því yfir í gær að þeim hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Mbl.is spurði hversu pirrandi það væri, hló Bjarni og sagðist ekkert kippa sér upp við það. Það væri af sinni hálfu sársaukalaust að þeir vildu vera í vinstri stjórn. „Það er ágætt að þeir eru komnir út úr skápnum sem vinstri flokkur,“ sagði hann.

Minnihlutinn á Alþingi náði naumum meirihluta í kosningunum. Bjarni gaf lítið fyrir að þau sjónarmið ættu að ráð för þegar umboð til stjórnarmyndunar bæru á góma. Honum þætti þessi skýring „hjákátleg“. „Það sjá allir að nýju flokkarnir eru stóru tíðindin í þessum kosningum.“ Aðstæðurnar væru ótrúlega flóknar.

Bjarni Benediktsson að yfirgefa Bessastaði.
Bjarni Benediktsson að yfirgefa Bessastaði. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert