Í bandalag með Flokki fólksins

Sigmundur Davíð sagði að bandalag Miðflokksins og Flokks fólksins væri …
Sigmundur Davíð sagði að bandalag Miðflokksins og Flokks fólksins væri bandalag um málefni. mbl.is/​Hari

Banda­lag Flokks fólks­ins og Miðflokks­ins yrði banda­lag byggt á mál­efn­um. Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, á Bessa­stöðum að aflokn­um fundi við for­seta Íslands. Hann sagði að raun­ar væri um sam­vinnu, frek­ar en banda­lag að ræða.

At­hygli vakti að Inga Sæ­land var í aft­ur­sæti bif­reiðar Sig­mund­ar Davíðs, þegar hann kom á fund­inn.

Sig­mund­ur sagði að flokk­arn­ir tveir hefðu rætt sam­an um sam­eig­in­leg­ar áhersl­ur þeirra og að þeir væru sam­mála um mik­il­væg­ustu mál­in; end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins og kjör aldraðra og ör­yrkja. Hann sagði þó að form­legt banda­lag væri ekki komið á milli flokk­anna.

Spurður hvers vegna Inga hefði komið með hon­um að Bessa­stöðum svaraði Sig­mund­ur: „Við vor­um að koma af leynifundi og það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Ekki vill maður vera of seinn á fund for­set­ans.“ Hann sagði að flokk­arn­ir tveir væru sam­stiga að mörgu leyti og að sam­komu­lag væri þeirra á milli um að standa sam­an að því að koma þeim mál­um sem þau setja á odd­inn á fram­færi í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum.

Sig­mund­ur lýsti því yfir við for­set­ann að hann treysti sér til að vinna úr þeim stöðum sem upp gætu komið, hvort sem stærsti flokk­ur­inn fengi stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið eða sá flokk­ur sem unnið hefði stærsta sig­ur­inn. „Ég myndi byrja á að ræða við full­trúa allra flokka, eins og ég gerði síðast. Það eru nokk­ur mál sem ég teldi mjög mik­il­vægt að yrðu kláruð, eins og ég ræddi við Ingu fyr­ir fund­inn.“

Sig­mund­ur Davíð sagðist eng­an úti­loka fyr­ir­fram, þegar kæmi að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum. „Maður verður að vera til­bú­inn að vinna með alls kon­ar fólki.“ Hann sagðist meta stöðu sína sterka, út frá niður­stöðum kosn­ing­anna.

Á kosn­ing­anótt skaut Sig­mund­ur Davíð á Fram­sókn­ar­flokk­inn og talaði um Lilju Al­freðsdótt­ur sem banda­mann sinn, þó að hún væri vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann sagði aðspurður að flokk­arn­ir tveir gætu unnið sam­an ef litið væri til mál­efna þeirra. Hann lét ekki hjá líða að skjóta frek­ar á fyrr­ver­andi flokks­fé­laga sína. „Það er mjög ánægju­legt að sjá flokk­inn ein­beita sér að mál­um sem voru of­ar­lega á baugi þegar ég var í for­ystu flokks­ins.“ Það hlyti að skapa ein­hvern grund­völl sem hægt væri að vinna úr. „Hvað Lilju Al­freðsdótt­ur varðar þá fannst mér ekki annað hægt en að hrósa henni eft­ir þá viðbót sem flokk­ur­inn náði á allra síðustu dög­un­um með því að leggja of­urá­herslu á að aug­lýsa hana. Hún verður að fá að eiga það sem hún á,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, full­trúi Pírata, sit­ur nú á fundi með Guðna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum. Hann skaut aftur á Framsóknarflokkinn.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son á Bessa­stöðum. Hann skaut aft­ur á Fram­sókn­ar­flokk­inn. mbl.is/​​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert