Inga Sæland sat í aftursætinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum. mbl.is/​Hari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er mættur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. Hann er fimmti formaðurinn í dag sem ræðir við forseta.

Athygli fjölmiðlamanna vakti að Sigmundur Davíð, sem var brosmildur þegar hann gekk inn á Bessastöðum, var ekki eini formaðurinn í Land Cruiser-bifreiðinni sem hann kom á. Í aftursætinu var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, en flokkarnir tveir eru báðir nýir á þingi.

Reiknað er með að Sigmundur Davíð ræði við fjölmiðla eftir fundinn, eins og hinir formennirnir hafa gert.

Inga Sæland, sem ekki kom út úr bílnum, fundar með Guðna klukkan fjögur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Bessastöðum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Bessastöðum. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert