Hafnar þjóðaratkvæði um ESB

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/RAX

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er ekki reiðubú­inn að samþykkja að boðað verði til þjóðar­at­kvæðis um frek­ari skref í átt­ina að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Þetta sagði Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í Morg­unút­varp­inu á Rás 2 í morg­un.

Lilja ræddi málið að fyrra bragði og sagði úr­slit þing­kosn­ing­anna á laug­ar­dag­inn ekki vís­bend­ingu um að Evr­ópu­sam­bands­málið væri á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála. Spurð hvort Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vildi taka málið upp svaraði hún því neit­andi.

Frétt mbl.is: Vilja ekki aðild­ar­viðræður við ESB

Spurð áfram um mögu­lega þjóðar­at­kvæðagreiðslu um frek­ari viðræður við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu í sam­bandið sagðist Lilja ekki telja þjóðina vera að kalla eft­ir frek­ari kosn­ing­um. Frek­ar að stjórn­mála­menn næðu sátt um sam­eig­in­leg mál­efni.

Spurð aft­ur hvort þetta þýddi að Fram­sókn vildi ekki að slíkt þjóðar­at­kvæði færi fram sagði Lilja: „Nei, við telj­um að þetta mál sé ekki á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála.“ Viðreisn hafi sett málið á odd­inn í kosn­inga­bar­áttu sinni og tapað fylgi frá kosn­ing­un­um fyr­ir ári og þó að Sam­fylk­ing­in hafi gert það líka hafi það ekki verið með eins af­ger­andi hætti.

Lilja sagði niður­stöður kosn­ing­anna, með átta flokka inni á Alþingi, skila­boð um að hægt yrði að ná ákveðinni mála­miðlun. Setja þyrfti auðvitað lyk­il­mál þeirra flokka sem kæmu að stjórn­ar­mynd­un inn í stjórn­arsátt­mála. Finna þyrfti ákveðinn meðal­veg en engu að síður setja markið mjög hátt til að mynda varðandi heil­brigðismál­in, mennta­mál­in og innviðina.

Næg verk­efni á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála 

Spurð hvort Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gerði and­stöðuna við þjóðar­at­kvæði um Evr­ópu­mál­in að al­geru úr­slita­atriði varðandi mögu­lega stjórn­ar­mynd­un sagði Lilja að horfa þyrfti til stöðunn­ar í Evr­ópu­sam­band­inu. Bret­ar væru á leið úr sam­band­inu, ótrú­leg staða væri uppi í Katalón­íu á Spáni og skulda­mál sem ekki væri búið að gera upp.

„Það eru næg verk­efni á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála til þess að við séum ekki að bæta þessu við,“ sagði Lilja enn frem­ur og rifjaði upp stöðuna í vinstri­stjórn­inni 2009-2013 þar sem ann­ar flokk­ur­inn hafi viljað í Evr­ópu­sam­bandið en hinn ekki. Mjög erfitt væri að starfa í slíkri rík­is­stjórn því ann­ar aðil­inn myndi alltaf tapa og missa þar með umboð sitt.

Gríðarleg orka hafi farið í Evr­ópu­sam­bands­um­sókn­ina 2009-2013. „Og ég segi bara það eru næg verk­efni sem við get­um farið í þannig en þetta og við telj­um að hags­mun­um okk­ar sé bet­ur borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins.“ Norðmenn væru ekki á leið í sam­bandið og Bret­ar á leiðinni út. Evr­ópu­sam­bandið myndi lík­lega taka mikl­um breyt­ing­um í ná­inni framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert