Fjárlög knýja á um að Alþingi komi saman

Alþingi kom saman 6. desember í fyrra.
Alþingi kom saman 6. desember í fyrra. mbl.is/Golli

Sam­kvæmt 22. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar stefn­ir for­seti lýðveld­is­ins Alþingi sam­an eigi síðar en tíu vik­um eft­ir al­menn­ar alþing­is­kosn­ing­ar. Hins veg­ar ligg­ur fyr­ir að nú þarf að kalla Alþingi sam­an miklu fyrr. Eft­ir er að af­greiða aðkallandi mál, svo sem fjár­lög árs­ins 2018.

Mikið kapp er lagt á að af­greiða fjár­lög hvers árs fyr­ir ára­mót­in enda seg­ir í 41. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar að ríkið megi ekk­ert gjald reiða af hendi nema heim­ild sé til þess í fjár­lög­um eða fjár­auka­lög­um.

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra lagði fram fjár­laga­frum­varp á síðasta þingi, skömmu fyr­ir stjórn­arslit­in, en það var órætt. Í fyrra var kosið 29. októ­ber en nýtt þing kom ekki sam­an fyrr en en rúm­um fimm vik­um síðar, 6. des­em­ber. Ekki var búið að mynda nýja rík­is­stjórn þegar þing var sett í fyrra.

Nöfn ný­kjör­inna þing­manna á vef Alþing­is

Lands­kjör­stjórn kem­ur sam­an til fund­ar þriðju­dag­inn 7. nóv­em­ber til að út­hluta þing­sæt­um á grund­velli kosn­inga­úr­slita í kjör­dæm­um, sam­kvæmt frétt á vef Alþing­is í gær. Nöfn ný­kjör­inna alþing­is­manna hafa verið skráð og birt á vef Alþing­is með fyr­ir­vara um af­greiðslu lands­kjör­stjórn­ar

Að lokn­um alþing­is­kosn­ing­um fá kjörn­ir þing­menn og jafn­marg­ir varaþing­menn kjör­bréf sent frá lands­kjör­stjórn. Áður en lands­kjör­stjórn gef­ur út kjör­bréf og birt­ir úr­slit fer hún yfir skýrsl­ur yfir­kjör­stjórna um at­kvæðatöl­ur og út­hlut­ar þing­sæt­um.

Að lokn­um alþing­is­kosn­ing­um gegn­ir störf­um for­seta Alþing­is, nái for­seti ekki end­ur­kjöri, sá vara­for­seti sem næst hon­um geng­ur í röð end­ur­kjör­inna vara­for­seta. Hann gegn­ir embætt­inu frá kjör­degi og fram til þing­setn­ing­ar, sam­kvæmt 2. mgr. 6. gr. þing­skapa.

Þessi vara­for­seti er Stein­grím­ur J. Sig­fús­son. Hann er jafn­framt starfs­ald­urs­for­seti þings­ins og mun stjórna fundi þegar Alþingi kem­ur sam­an við þing­setn­ingu. Sem kunn­ugt er náði Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is, ekki kjöri að þessu sinni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert