Gæti strandað á óvild

Það hefur reynst ljósmyndurum í kosningabaráttunni undanfarnar vikur erfitt að …
Það hefur reynst ljósmyndurum í kosningabaráttunni undanfarnar vikur erfitt að ná þeim saman á mynd Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er víst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendi nokkrum forystumanni flokkanna umboð til stjórnarmyndunar í dag. Þreifingum á milli flokka verður haldið áfram.

Áhugi Samfylkingar og Viðreisnar á að kosið verði um það á næsta kjörtímabili hvort viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði haldið áfram gæti torveldað stjórnarmyndun. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, tók af skarið um það í gær að framsóknarmenn myndu ekki samþykkja slíka atkvæðagreiðslu.

Málefnalega ætti að vera grundvöllur fyrir samstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Heiftarlegur persónulegur ágreiningur á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er hins vegar sagður standa í vegi slíkrar stjórnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að úrslit þingkosninganna kölluðu á mun breiðari stjórn en áður hefði verið mynduð. Hún gæti verið skipuð frá fjórum og upp í sex flokkum. Ekki kom fram hvaða flokka hann hafði í huga, en hann hefur m.a. tekið þátt í óformlegum viðræðum við fulltrúa VG, Samfylkingar og Pírata. Hugsanlegt er að Flokkur fólksins og Viðreisn yrðu aðilar að stjórn þessara flokka ef hún yrði mynduð. Sigurður sagði að breið stjórn eins og hann hefði í huga ætti að einbeita sér að tilteknum verkefnum sem allir væru sammála um að leysa þyrfti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert