Atkvæðagreiðsla um ESB ekki skilyrði

Logi Már Einarsson á Bessastöðum.
Logi Már Einarsson á Bessastöðum. mbl.is/​Hari

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir flokk­inn ekki setja það sem skil­yrði í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðunum að þjóðar­at­kvæðagreiðsla verði hald­in um að halda áfram viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið.

Hann sagði í kvöld­frétt­um RÚV að sett verði á dag­skrá gott sam­starf við ESB.

„Meg­in­verk­efni næstu rík­is­stjórn­ar verður hins veg­ar að skipta gæðum jafn­ar og byggja upp rétt­látt sam­fé­lag þar sem all­ir þegn­arn­ir fá sín tæki­færi og fá að vera með,“ sagði hann og bætti við að í augna­blik­inu nái flokk­ur­inn því ekki fram sem hann hefði helst viljað.

Hann bætti við að Sam­fylk­ing­in þurfi að vera skyn­söm og raun­sæ ef hún ætl­ar að vera áhrifa­vald­ur í ís­lensk­um stjórn­mál­um á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert