„Það kom mér nú ekki beinlínis á óvart en ég er býsna sáttur við það,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is um það að Katrínu Jakobsdóttur hafi verið veitt formlegt stjórnarmyndunarumboð.
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hefjast á morgun.
„Ég hef aldrei gert neitt í lífinu sem er mjög auðvelt en það er nú iðulega þannig með það sem er svolítið flókið að ef maður vandar sig þá kemur besta niðurstaðan úr því. Ég er alveg hóflega bjartsýnn.“