Katrín komin með umboðið

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum. mbl.is/Hari

For­seti Íslands hef­ur veitt Katrínu Jak­obs­dótt­ir, for­manni Vinstri grænna, umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar. Þetta kom fram í máli hans rétt í þessu.

For­set­inn sagði að í ljós hafi komið að leiðtog­ar VG, Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Pírata séu reiðubún­ir til að vinna að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Þess vegna hafi hann kallað Katrínu á sinn fund.

Guðni Th. sagði að það sem núna hafi breyst sé að Katrín hafi núna umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar og því sé kom­in á sú skuld­bind­ing að hún vinni að stjórn­ar­mynd­un.

Hann bætti við að nú kom­ist festa á viðræðurn­ar og þær séu háðar tíma­mörk­um.

For­set­inn bjóst við því að heyra frá gangi viðræðnanna um og eft­ir helgi.

mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert