Málefnunum skipt í tvennt

Fundarmenn á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Fundarmenn á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar. mbl.is/Eggert

For­ystu­menn stjórn­mála­flokk­anna fjög­urra sem vinna að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar hafa frá því í morg­un setið á fundi á heim­ili Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, í Syðra-Lang­holti í Hruna­manna­hreppi skammt frá Flúðum.

Fund­ur­inn hófst klukk­an 10.0 í morg­un en í há­deg­inu var gert fund­ar­hlé og mætti send­ill frá Flúðum á staðinn með pitsur sem fund­ar­menn gerðu góð skil. Fund­ir hóf­ust aft­ur að loknu há­deg­is­hléi og munu standa í all­an dag. „Við vild­um hitt­ast í nýju um­hverfi og fá frið og kynn­ast öll,“ sagði Sig­urður Ingi í sam­tali við mbl.is.

Heimilishundurinn Kjói var ánægður með gestaganginn.
Heim­il­is­hund­ur­inn Kjói var ánægður með gesta­gang­inn. mbl.is/​Eggert

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sagði að fyr­ir­komu­lag viðræðnanna væri þannig að mál­efn­un­um sem væru í deigl­unni væri skipt í tvennt. Ann­ars veg­ar væri það upp­bygg­ing ým­issa innviða í þjóðfé­lag­inu og um hana væri í raun lít­ill ágrein­ing­ur. Hins veg­ar mál sem meiri mein­ing­armun­ur væri um. Til að mynda auðlinda­mál og stjórn­ar­skrár­málið.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, talsmaður Pírata, sagði þó að fyr­ir­huguð rík­is­stjórn hefði aðeins eins manns meiri­hluta vildu menn horfa á málið lausnamiðað og lít­ill meiri­hluti væri ekki fyr­ir­staða enda væri ætl­un­in bæði að ná breiðri sam­stöðu og þrétta raðirn­ar.

Fund­ir munu standa í all­an dag í Syðra-Lang­holti en á morg­un verður vænt­an­lega fundað á öðrum stað.

mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert