Styddi ekki öll mál skilyrðislaust

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég skrifa ekki und­ir stjórn­arsátt­mála og þau mál og vinnu­brögð sem þar eru skil­greind nema það sé sann­fær­ing mín. Þar með er ekki öllu lokið því ég veit nátt­úr­lega ekki hvernig út­færsla hvers máls verður. Bæði efn­is­lega og að sjálf­sögðu lýðræðis­lega.“

Þetta seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, við mbl.is en hann gagn­rýndi frá­far­andi rík­is­stjórn harðlega á síðasta kjör­tíma­bili fyr­ir að hafa minni­hluta at­kvæða á bak við sig þrátt fyr­ir að hafa engu að síður naum­an meiri­hluta á þingi. Sagðist hann sjálf­ur ekki vilja taka þátt í stjórn­ar­meiri­hluta sem hefði minni­hluta kjós­enda að baki sér.

Björn Leví sagðist enn­frem­ur í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar hafa áhyggj­ur af siðferðinu að baki því að taka þátt í slík­um stjórn­ar­meiri­hluta: „Ég skil ekki að fólk hafi siðferðilega getað kvittað und­ir það að fara í meiri­hluta­sam­starf ekki með lýðræðis­leg­an meiri hluta á bak við þá ákvörðun. Ég skil það ekki. Ég hef áhyggj­ur af því siðferði, satt best að segja.

Mun leggja mat á hvert mál fyr­ir sig

Málið var rifjað upp í gær af Pawel Bartoszek, fyrr­ver­andi þing­manni Viðreisn­ar, í ljósi þess að sú fjög­urra flokka rík­is­stjórn sem rætt er um að verði mögu­lega mynduð myndi einnig hafa eins manns meiri­hluta á Alþingi og minni­hluta at­kvæða á bak við sig. Sagðist Björn Leví í umræðum á Face­book af því til­efni standa við fyrri orð sín í þess­um efn­um.

Frétt mbl.is: Verður þetta minni­hluta­stjórn

Björn sagði enn­frem­ur á Face­book að þetta þýddi í raun að mögu­leg rík­is­stjórn fjög­urra flokka yrði minni­hluta­stjórn. Spurður út í þetta seg­ir hann í sam­tali við mbl.is að hann yrði þannig per­sónu­lega að vega og meta hvert mál sem kæmi frá rík­is­stjórn­inni og hvort hann gæti stutt það. Hann væri ekki að fara að styðja öll stjórn­ar­mál skil­yrðis­laust.

„Þannig að ég verð, þegar hvert mál verður tekið fyr­ir, að spyrja mig: Er lýðræðis­lega farið að, er efn­is­lega verið að fram­fylgja stjórn­arsátt­mál­an­um. Ef svo er mun ég að sjálf­sögðu styðja málið. Ég er ekki að fara að loka aug­un­um og styðja mál eft­ir því hvaðan það kem­ur,“ seg­ir Björn Leví. Grunn­stefna Pírata sé að skoða mál óháð því hvaða þau komi.

Þyrfti að eiga víðtæk­ara sam­ráð

Björn Leví seg­ist þannig aðspurður áskilja sér all­an rétt til þess að vega og meta öll þing­mál frá rík­is­stjórn­inni, verði hún sett á lagg­irn­ar, út frá sann­fær­ingu sinni og ákveða hvort hann styðji þau eða ekki. „Það er al­gert grund­vall­ar­atriði til þess að þessi stjórn geti í raun mynd­ast að það verði starfað þannig. Mér finnst það í raun­inni ekk­ert óeðli­leg krafa.“

Þannig seg­ir Björn Leví aðspurður að það gæti vel komið til þess að hann styddi mál frá stjórn­ar­and­stöðunni ef það sam­rýmd­ist sann­fær­ingu hans. Spurður út í um­mæli hans um minni­hluta­stjórn seg­ir hann það sína túlk­un að sú stjórn sem viðræður standi yfir um myndi starfa sem slík og þyrfti því að leita víðtæk­ara sam­ráðs en sem nem­ur 32 þing­mönn­um.

Björn seg­ir gagn­rýni sína aðallega hafa beinst að því að síðasta rík­is­stjórn hafi að reynt að koma mál­um í gegn í krafti naums meiri­hluta á þingi þrátt fyr­ir að hafa minni­hluta at­kvæða á bak við sig. Það væru vinnu­brögð sem hann væri ekki sátt­ur við. Það skipti hins veg­ar ekki máli ef staðið væri lýðræðis­lega að mál­um og byggt á víðtæk­ari stuðningi í þing­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert