Viðræður hefjast formlega í dag

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG fær stjórnarmyndunarumboð á Bessastöðum.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG fær stjórnarmyndunarumboð á Bessastöðum. mbl.is/Hari

Heilbrigðis-, mennta-, og samgöngumál verða helstu áherslumál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata, verði sú stjórn að veruleika. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, sem í gær fékk umboð forseta Íslands til að leiða viðræður flokkanna fjögurra. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng. „Við erum fyrst og fremst sammála um að þessi stjórn, ef af henni verður, verður uppbyggingarstjórn á þeim sviðum þar sem allir eru sammála um að þurfi að fara í uppbyggingu,“ segir hann.

Að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, er forsendan fyrir því að veita stjórnarmyndunarumboð skýr og hefur legið fyrir frá lýðveldisstofnun. Samkvæmt stjórnskipan, sögu, hefðum og venju veiti forseti þeim stjórnmálaleiðtoga umboð til stjórnarmyndunar sem telst líklegastur til að geta myndað stjórn. „Stjórnarmyndunarumboð er ekki verðlaun fyrir góðan árangur í kosningum, sú hefð er ekki til á Íslandi,“ sagði forsetinn á Bessastöðum í gær.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert