Ekki farin að útkljá einstaka þætti

Frá fundi flokkanna í dag.
Frá fundi flokkanna í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við héld­um áfram því sam­tali sem við vor­um í í gær,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, eft­ir fund full­trúa flokk­anna fjög­urra sem eiga í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum sem lauk nú fyr­ir skemmstu. „Við vor­um svo­lítið að ræða upp­bygg­ing­ar­mál, heil­brigðismál, mennta­mál­in, sam­göng­urn­ar og fleira. Í dag fór­um við líka yfir kjara­mál­in, stöðuna á vinnu­markaði og kjör aldraðra og ör­yrkja.“

Katrín seg­ir viðræður flokk­anna, Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks og Pírata, enn vera á því stigi að þau séu að fara yfir heild­ar­mynd­ina, en sá þátt­ur sé kom­inn vel á veg. „Við erum ekki kom­in á þann stað að við séum eitt­hvað far­in að út­kljá ein­staka þætti held­ur meira svona að ná að klára þessa kort­lagn­ingu á heild­ar­mynd­inni. Það eru eru ákveðin mál sem bíða núna á morg­un sem verða unn­in áfram.“

„Eins og ég hef áður sagt þá tel ég að þetta mál skýrist allt sam­an á mánu­dag­inn hvort fólk sé reiðubúið í að fara í það að skrifa stjórn­arsátt­mála.“ Hún seg­ir einnig munu stand­ast að for­set­inn heyri frá þeim á morg­un eða hinn.

Þegar hún er spurð út í ásak­an­ir þess efn­is að for­set­inn hafi verið blekkt­ur til að veita umboð til mynd­un­ar minni­hluta­stjórn­ar vegna af­stöðu Bjarn­ar Leví, þing­manns Pírata, sem Bergþór Ólason bend­ir á í pistli á Face­book-síðu sinni seg­ist Katrín hafa fengið að heyra það frá for­ystu Pírata að þau séu í þessu af heil­um hug. „Að sjálf­sögðu tek ég þeirra orð trú­an­leg í því sam­hengi, enda ligg­ur það al­ger­lega fyr­ir að ef við ætl­um að fara að ráðast í þetta verk­efni með þetta naum­an meiri­hluta þá þurfa all­ir flokk­ar að vera reiðubún­ir að skila sínu 100% inn í það.“

Hún seg­ir að á morg­un ætli flokk­arn­ir að halda þing­flokks­fundi til að fara yfir og upp­lýsa um stöðuna. Lík­lega haldi viðræður flokk­anna fjög­urra áfram seinni part­inn á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert