Fundur hafinn á skrifstofu VG

Katrín Jakobsdóttir á fundinum.
Katrín Jakobsdóttir á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur fulltrúa flokkanna fjögurra sem nú eiga í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum er hafinn á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti.

„Við erum eiginlega bara í miðjum klíðum. Við erum með ákveðið prógramm og erum að fara yfir grófu línurnar og útlínurnar í stóru málunum og erum bara stödd í þeirri umræðu miðri og við ætlum bara að reyna að fara eins langt og við komumst í dag, örugglega aftur á morgun líka,“  sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við mbl.is fyrir fundinn.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Að sögn Katrínar verða þær hugmyndir sem hafa verið uppi um endurskipulagningu fjármálakerfisins hjá ólíkum flokkum meðal þess sem rætt verður á fundinum í dag.

Hún kveðst ekki eiga von á að neitt afgerandi muni liggja fyrir fyrr en eftir helgi en Katrín mun heyra í forseta Íslands annað hvort á morgun eða á mánudaginn til að upplýsa hann um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðunum. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ekki fyrr en við erum komin á þann stað, sem verður ekki fyrr en á morgun eða á mánudag, sem við í raun og veru gerum það upp við okkur hvort við metum hvort hægt sé að byggja á þessu. Það er ekkert fast í hendi með þær málamiðlanir sem við þurfum öll að gera til þess að þetta gangi saman,“ segir Katrín.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún gerir ráð fyrir að fundurinn í dag standi yfir þar til síðdegis í dag en hann sitja fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata, þrír fulltrúar frá hverjum flokki.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert