Fyrsti formlegi fundurinn

Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson í dyragættinni á heimili …
Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson í dyragættinni á heimili hins síðarnefnda, Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. mbl.is/Eggert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu samtal í gær, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, þar sem fram kom að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn ætti samstarf við Framsóknarflokkinn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins, og Sjálfstæðisflokks, undir forystu Bjarna Benediktssonar.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Viðmælendur Morgunblaðsins töldu í gær að þetta nýja viðhorf formanns Miðflokksins gæti sett strik í reikninginn í sambandi við þær stjórnarmyndunarviðræður fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófust í gær.

Heimildir Morgunblaðsins herma að forystumenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks telji að það geti skapast breiður málefnalegur samstarfsgrundvöllur á milli flokkanna tveggja og Framsóknarflokks. Þá sé aðeins spurning um hvort leitað yrði liðsinnis Viðreisnar eða Flokks fólksins kæmi til slíkra viðræðna.

Fulltrúar flokkanna fjögurra sem nú eiga í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum funduðu í gær á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi. Fundinum lauk síðdegis en viðræðurnar halda áfram á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Aðspurð um afstöðu framsóknarmanna til þátttöku flokksins í viðræðunum segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður að traust ríki í garð forystu flokksins til að vanda til verka í stjórnarmyndunarviðræðunum. „Bakland okkar treystir forystunni til þess að fara gaumgæfilega yfir þetta,“ segir Lilja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert