Spyr hvort forsetinn hafi verið blekktur

Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ljósmynd/Miðflokkurinn

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, spyr á Face­book-síðu sinni hvort for­seti Íslands hafi verið blekkt­ur þegar hann féllst á beiðni for­manns Vinstri grænna um að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið.

Bergþór seg­ir að for­set­inn hafi veitt umboðið til að mynda meiri­hluta­stjórn en ekki minni­hluta­stjórn, og vís­ar þar með til orða sem Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, hafi látið falla um að vilji ekki taka þátt í stjórn­ar­meiri­hluta sem hefði minni­hluta kjós­enda að baki sér.

Bergþór seg­ir að Björn hafi ít­rekað lýst því yfir op­in­ber­lega að hann sé ekki vænt­an­leg­ur stjórn­arþingmaður á bak við slíka stjórn. Hann verði ekki stjórn­arþingmaður en muni taka af­stöðu til ein­stakra mála. Bergþór held­ur því fram að nú­ver­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður, sem hef­ur eins manns meiri­hluta, snú­ist því um mynd­un minni­hluta­stjórn­ar. Hann spyr hvaða umboð þeir hafi til þess. 

Í viðtali við Stund­ina, sem birt­ist í dag, seg­ir Björn Leví hins veg­ar, að hann muni tryggja þenn­an meiri­hluta í erfiðum mál­um sem auðveld­um. Hann seg­ir enn­frem­ur, að Pírat­ar skilji að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið sé stærra en flokk­ur­inn.



Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert