Ýtt til hliðar vegna sjálfstæðismanna

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, telur að ástæðan fyrir því að hún var ekki í heiðurssæti á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarnar hafi verið ótti við að Sjálfstæðisflokknum tækist að hræða fólk með því að hún yrði ráðherra ef hún yrði í sætinu.

Í viðtali við Fréttablaðið í morgun segist Birgitta hafa frétt þetta á kjördegi. Hún kveðst hafa verið sár þegar hún heyrði þetta en hún sé það ekki lengur.

Birgitta er einn af stofnendum Pírata. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að hafa búið til hreyfingu sem hefur starfað með svona mörgu ungu fólki sem fann farveg fyrir sjálft sig í stjórnmálum og hafa beitt sér á flottan hátt. Mér finnst það frábært „legacy“,“ sagði Birgitta við Fréttablaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert