50 milljón króna ráðherrar Pírata

Nýkjörnir þingmenn Pírata funda.
Nýkjörnir þingmenn Pírata funda. Eggert Jóhannesson

Ef áform Pírata um að ráðherrar flokksins í ríkisstjórn skuli ekki vera þingmenn þurfa að koma til lagabreytingar auk tuga milljóna króna kostnaðar. Fyrir hvern ráðherra Pírata þyrfti að kalla inn varaþingmann en þingfararkaup er nú 1.101.194 krónur á mánuði.

Heildarlaunakostnaður vegna þessa myndi því nema yfir 50 milljónum króna á kjörtímabili fyrir hvern ráðherra auk þriggja mánaða biðlauna. Þess utan myndu bætast við auknar lífeyrisskuldbindingar vegna nýrra þingmanna og annar tilfallandi kostnaður.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Smári McCarthy, Pírati, að hægt sé að réttlæta aukinn kostnað með skilvirkara og sjálfstæðara þingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert