Ákvörðun um framhaldið tekin í dag

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur stjórnarmyndunarumboð fyrir …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur stjórnarmyndunarumboð fyrir helgi. mbl.is/ Hari

Það skýrist væntanlega í dag hvort stjórnarmyndunarviðræður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata halda áfram. Formenn flokkanna funduðu stíft alla helgina og fundað var fram á kvöld í gær á skrifstofu VG. Formennirnir hófu aftur að funda núna klukkan 10, að fram kemur á vef RÚV.

„Ég hef sagt það og stend við það að línur skýrast á morgun, mánudag. Ég vænti þess að þá sjáum við fram úr þessu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en forseti Íslands veitti henni umboð til stjórnarmyndunar fyrir helgi.

Katrín sagði í gær að að ekki hefði enn náðst lokaniðurstaða í stóru málefnunum. „Nei, eins og ég hef sagt þá er ekki búið að hnýta neitt saman,“ sagði hún meðal annars. Hún sagði jafnframt að verið væri að fara yfir þungavigtarmál eins og stöðuna á vinnumarkaði, kjaramál, kjör öryrkja og aldraðra, uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, sem og samgöngumálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert