Augljóst að bjóða fleirum að borðinu

Sigurður Ingi Jóhannsson, Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, Logi Einarsson og Katrín …
Sigurður Ingi Jóhannsson, Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­flokk­ur Pírata tel­ur ekki full­reynt að ná já­kvæðri niður­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum. Sam­talið hafi gengið vel og telja Pírat­ar alla hafa komið að borðinu með það að mark­miði að ganga í þau stóru mál sem bíða.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Pír­öt­um en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sleit stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum Pírata, Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ing­ar og Vinstri-grænna í há­deg­inu.

Pírat­ar skilja áhyggj­ur af naum­um meiri­hluta og telja hina aug­ljósu leið að bjóða fleir­um að borðinu. Milli flokk­anna fjög­urra rík­ir mikið og gott traust.

„Þol­in­mæði al­menn­ings fyr­ir stjórn­mál­um spill­ing­ar, eig­in­hags­muna og sjálf­hverfu er á þrot­um. Það er von Pírata að aðrir stjórn­mála­leiðtog­ar hafi heyrt þau skila­boð og gangi ekki til stjórn­ar­viðræðna þar sem slík stjórn­mál fá áfram að viðgang­ast,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og að þing­flokk­ur Pírata hafi í viðræðunum haft það að mark­miði að skila stjórn­arsátt­mála sem sé al­menn­ingi til heilla.

„Þær samn­ingaviðræður sem fram fóru voru ánægju­leg­ar og já­kvæðar miðað við áhersl­ur Pírata í ný­af­stöðnum kosn­ing­um. Mál sem ágrein­ing­ur hef­ur verið um hafa verið rædd í sátt,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Að end­ingu benda Pírat­ar á að þeir séu flokk­ur mál­efna­legra vinnu­bragða og kerf­is­um­bóta. „Við erum hreyf­ing sem hef­ur það að mark­miði að stunda ábyrg stjórn­mál til ávinn­ings fyr­ir al­menn­ing og til raun­veru­legra um­bóta. Niðurstaða kosn­inga skilaði eng­um aug­ljós­um meiri­hluta. Pírat­ar lýsa sig til­búna til að leita að breiðari sam­stöðu og halda sam­tal­inu áfram. Pírat­ar skilja að verk­efnið er stærra en við sjálf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka