ESB-kosning ekki skilyrði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Golli

Viðreisn mun ekki setja þjóðar­at­kvæðagreiðslu um frek­ari skref í átt að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sem skil­yrði fyr­ir mögu­legri rík­is­stjórn­arþátt­töku. Þetta sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður flokks­ins, við Rík­is­út­varpið í kvöld.

„Á þessu stigi tel ég rétt að flokk­ar setji ekki fram nein skil­yrði. Ábyrgðin er að koma sam­an stjórn. Síðan er stóra mynd­in sú, hvort sem flokk­ar eru inn­an eða utan stjórn­ar, það eru nýju vinnu­brögðin. Við þurf­um að passa okk­ur á því að vera mál­efna­leg bæði í meiri­hluta sem minni­hluta,“ sagði Þor­gerður Katrín í viðtal­inu.

Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafði áður lýst því sama yfir fyr­ir helgi, að þjóðar­at­kvæði um Evr­ópu­sam­bandið væri ekki skil­yrði, en þá stóðu enn yfir viðræður fjög­urra flokka um mynd­un rík­is­stjórn­ar frá miðju til vinstri sem slitið var í dag.

Viðreisn og Sam­fylk­ing­in eru einu flokk­arn­ir á þingi sem eru hlynnt­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

Frétt mbl.is: At­kvæðagreiðsla um ESB ekki skil­yrði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert