Katrín fer á fund Guðna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Hari

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hef­ur boðað Katrínu Jak­obs­dótt­ur, formann Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, til fund­ar við sig á Bessa­stöðum í dag kl. 17. Eins og mbl.is hef­ur greint frá sleit Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn viðræðum fjög­urra flokka um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

Katrín fékk umboð til mynd­un­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í síðustu viku og und­an­farna daga hafa staðið yfir form­leg­ar viðræður á milli VG, Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Pírata. Það kom hins veg­ar í ljós í dag að þær umræður skiluðu ekki ár­angri, en Fram­sókn tel­ur m.a. að meiri­hlut­inn sé of tæp­ur auk þess sem flokk­ur­inn ber ekki traust til Pírata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka