Katrín fer á fund Guðna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Hari

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 17. Eins og mbl.is hefur greint frá sleit Framsóknarflokkurinn viðræðum fjögurra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Katrín fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar í síðustu viku og undanfarna daga hafa staðið yfir formlegar viðræður á milli VG, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata. Það kom hins vegar í ljós í dag að þær umræður skiluðu ekki árangri, en Framsókn telur m.a. að meirihlutinn sé of tæpur auk þess sem flokkurinn ber ekki traust til Pírata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert