Katrín skilar forsetanum umboðinu

Katrín segir að flokkarnir þurfi nú að fá svigrúm til …
Katrín segir að flokkarnir þurfi nú að fá svigrúm til að ræða málin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, mun skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðinu til for­seta Íslands á fundi þeirra klukk­an fimm í dag. Þetta staðfest­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, veitti henni form­legt umboð fyr­ir helgi til að mynda rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokkn­um, Sam­fylk­ing­unni og Pír­öt­um, en eins og greint hef­ur verið frá sleit Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum rétt fyr­ir há­degi í dag. Ástæðan var sú að þeir töldu meiri­hlut­ann of naum­an til að tak­ast á við þau stóru verk­efni sem fram und­an eru.

„Ég fer á fund for­set­ans á eft­ir. Hann gaf mér svig­rúm til að fara yfir stöðuna, leita ráðrúms í mínu baklandi og heyra í öðru fólki. Ég mun hins veg­ar fara til hans á Bessastaði klukk­an fimm og skila þessu umboði í ljósi þess að ég hef eng­an ann­an meiri­hluta í hendi,“ seg­ir Katrín. Þrátt fyr­ir að hún hafi ekk­ert í hendi núna seg­ir hún ýmis mögu­leg rík­is­stjórn­ar­mynst­ur hægt að sjá fyr­ir.

„Ég held að það sem stjórn­mála­menn og flokk­ar muni þurfa aft­ur sé ein­hvers kon­ar svig­rúm. Við vor­um lögð af stað í þenn­an leiðang­ur, þess­ir fjór­ir flokk­ar, og nú þurf­um við að fá svig­rúm til að fara aft­ur yfir stöðuna.“

Tel­urðu að for­set­inn veiti þetta svig­rúm?

„Nú eig­um við bara eft­ir að eiga þetta sam­tal. Mér finnst bara eðli­legt að eiga núna fund með for­set­an­um og fara yfir þessa stöðu. Ég mun svo greina frá því sam­tali þegar því er lokið,“ seg­ir Katrín en hún ætl­ar að funda með þing­flokki sín­um áður en hún held­ur á Bessastaði.

Aðspurð hvort hún telji lík­ur á að hún fái umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðs á nýj­an leik, til að hefja viðræður við aðra flokka, seg­ir hún: „Það get­ur allt gerst núna.“

 „Það kem­ur ekk­ert mér á óvart leng­ur“

Katrín seg­ist von­svik­in yfir að viðræður áður­nefndra fjög­urra flokka skuli ekki hafa gengið eft­ir enda vonaðist hún til að næðist að mynda stjórn.

„Ég ber mikið traust til alls þessa fólks; Sig­urðar Inga, Loga og Þór­hild­ar Sunnu. Þetta hef­ur verið ofboðslega gott sam­tal. Það má segja að það sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hélt á lofti frá upp­hafi, að meiri­hlut­inn væri naum­ur, hafi verið það sem vó þyngst á end­an­um. Auðvitað eru það von­brigði en það breyt­ir því ekki að sam­talið var gott.

Hún seg­ir það í raun ekki hafa komið sér á óvart að þetta yrði niðurstaðan, í ljósi þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafði viðrað áhyggj­ur sín­um af þess­um nauma meiri­hluta. „Það kem­ur ekk­ert mér á óvart leng­ur. Við viss­um öll að þetta væri ekki auðveld staða eft­ir kosn­ing­ar. Það er bara þannig sem maður nálg­ast þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka