Stjórnarmyndunarviðræðum slitið

Stjórnarmyndunarviðræðum á milli VG, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata, hefur verið …
Stjórnarmyndunarviðræðum á milli VG, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata, hefur verið slitið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur slitið stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum vegna þess að flokk­ur­inn tel­ur meiri­hlut­ann of naum­an til að tak­ast á við þau stóru verk­efni sem fram und­an eru, þar á meðal kjaraviðræður. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is ber Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ekki traust til Pírata með svo naum­an meiri­hluta á bak við sig.

Flokk­arn­ir fjór­ir sem átt hafa í viðræðum; Fram­sókn, Vinstri-græn, Sam­fylk­ing og Pírat­ar, hefðu getað myndað 32 þing­manna meiri­hluta, sem er minnsti mögu­legi meiri­hluti á þingi.

For­menn flokk­anna hitt­ust á fundi fyr­ir há­degi, þar sem ákvörðun var tek­in um að slíta viðræðunum. Í kjöl­farið greindu þeir þing­flokk­um sín­um frá niður­stöðunni.

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, veitti Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni VG, form­legt umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar síðastliðinn fimmtu­dag. Áður höfðu flokk­arn­ir fjór­ir átt í óform­leg­um viðræðum sín á milli. Eft­ir þær þreif­ing­ar töldu flokk­arn­ir að grund­völl­ur væri fyr­ir sam­starfi á milli flokk­anna. Nú virðist hins veg­ar útséð um það.

Katrín hef­ur greint for­set­an­um frá stöðu mála en hún er ennþá með stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið og hyggst ekki skila því strax. Það ligg­ur því fyr­ir að hún mun reyna að fá aðra flokka að borðinu til að mynda nýja rík­is­stjórn.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert