Telur að Bjarni hljóti að fá umboðið

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fréttir af þessum viðræðuslitum komu mér frekar á óvart,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata í hádeginu.

Framsóknarflokkurinn taldi meiri­hlut­ann of naum­an til að tak­ast á við þau stóru verk­efni sem fram und­an eru, þar á meðal kjaraviðræður. „Þetta kemur á óvart sérstaklega vegna þess að viðræðunum er slitið á atriði sem lá fyrir frá byrjun,“ segir Páll en fjöldi þingmanna í flokkunum fjórum lá fyrir frá því viðræður hófust.

„Nú er bara að bíða og sjá hvað tekur við.

Páli þykir eðlilegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái umboðið til stjórnarmyndunarviðræðna í framhaldinu. 

„Mér finnst, og hefur alltaf þótt, eðlilegt að stærsta flokknum í landinu verði falið að koma saman starfhæfri ríkisstjórn. Mér fannst líka að það hefði átt að byrja á því,“ segir Páll sem vill ekki svara því hvert hans draumasamstarf yrði:

„Ég ætla ekki að spá í það en finnst eðlilegt að formanni stærsta stjórnmálaflokksins verði falið að stýra þeirri leit. Það hlýtur að vera kominn tími á það núna,“ segir Páll en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu nú síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert