„Það er enginn að tala við okkur“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Við erum bara hérna uppi í sveit hjá Halla Ben. á Vestri-Reyni og það er enginn að tala við okkur,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is spurður um stöðuna varðandi mögulegar stjórnarmyndunarviðræður en komið hefur fram að allir séu að tala við alla. Með honum í för er Óli Björn Kárason, þingmaður flokksins, en gestgjafinn er Haraldur Benediktsson, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Við erum bara opnir fyrir öllu,“ segir Brynjar aðspurður hvaða ríkisstjórn hann vilji helst sjá með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. „Það var þingflokksfundur þarna skömmu eftir að það slitnaði upp úr þessum viðræðum í gær og menn bara treysta formanni flokksins til að finna einhvern flöt einhvers staðar. Meira vitum við ekki. Það eru engar óskastjórnir í boði. Þetta er bara spurning um það með hverjum við náum mestu í gegn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert