Þreifingar við Sjálfstæðisflokk

Þann 17. nóvember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, sátu …
Þann 17. nóvember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, sátu þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson á Alþingi og ræddu stjórnarmyndun án árangurs. Þingstyrkur Sjálfstæðisflokks var þá 21 þingmaður og VG 10 þingmenn. Í fyrradag var farið að ræða stjórnarmyndun með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Katrín Jakobsdóttir gerir kröfu um að verða forsætisráðherra ef af samstarfi við Sjálfstæðisflokk verður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins töluðust Katrín og Bjarni við símleiðis í fyrrakvöld, og það gerðu Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson einnig.

Sömuleiðis vill Katrín, samkvæmt heimildum, að Samfylkingin komi inn í stjórnarsamstarf við VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði 35 þingsæti en með Samfylkingu hefði stjórnin 42 þingsæti.

Í umfjöllun um þreifingar þessar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Bjarni sé að svo komnu máli ekki reiðubúinn að samþykkja að Katrín verði forsætisráðherra og skv. heimildum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins telja þingmenn að Katrín sé að hefja viðræður við Sjálfstæðisflokkinn á öfugum enda, fyrst þurfi að semja um málefni, síðan verði farið í að skipta upp ráðherrastólum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins styðja þau Sigurður Ingi og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, það að Katrín verði forsætisráðherra, náist samningar á milli flokkanna þriggja og raunar fleiri þingmenn Framsóknarflokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka