Þreifingar við Sjálfstæðisflokk

Þann 17. nóvember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, sátu …
Þann 17. nóvember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, sátu þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson á Alþingi og ræddu stjórnarmyndun án árangurs. Þingstyrkur Sjálfstæðisflokks var þá 21 þingmaður og VG 10 þingmenn. Í fyrradag var farið að ræða stjórnarmyndun með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Katrín Jak­obs­dótt­ir ger­ir kröfu um að verða for­sæt­is­ráðherra ef af sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk verður. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins töluðust Katrín og Bjarni við sím­leiðis í fyrra­kvöld, og það gerðu Bjarni og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son einnig.

Sömu­leiðis vill Katrín, sam­kvæmt heim­ild­um, að Sam­fylk­ing­in komi inn í stjórn­ar­sam­starf við VG, Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokk. Rík­is­stjórn flokk­anna þriggja hefði 35 þing­sæti en með Sam­fylk­ingu hefði stjórn­in 42 þing­sæti.

Í um­fjöll­un um þreif­ing­ar þess­ar í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Bjarni sé að svo komnu máli ekki reiðubú­inn að samþykkja að Katrín verði for­sæt­is­ráðherra og skv. heim­ild­um í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins telja þing­menn að Katrín sé að hefja viðræður við Sjálf­stæðis­flokk­inn á öf­ug­um enda, fyrst þurfi að semja um mál­efni, síðan verði farið í að skipta upp ráðherra­stól­um.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins styðja þau Sig­urður Ingi og Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, það að Katrín verði for­sæt­is­ráðherra, ná­ist samn­ing­ar á milli flokk­anna þriggja og raun­ar fleiri þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert