Hefur ekki heyrt í neinum í vikunni

Inga segir þingmenn Flokk fólksins vera byrjaða að afla sér …
Inga segir þingmenn Flokk fólksins vera byrjaða að afla sér frekari þekkingar. mbl.is/Golli

Eng­inn formaður þeirra flokka sem sitja á þingi hef­ur verið í sam­bandi við Ingu Sæ­land, formann Flokks fólks­ins, frá því að viðræðum Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ing­ar og Pírata var slitið á mánu­dag. Af því má leiða lík­ur að það fá Flokk fólks­ins að borðinu við mynd­un næstu rík­is­stjórn­ar sé ekki val­kost­ur sem er of­ar­lega í umræðunni núna.

Í raun hef­ur Inga ekki heyrt í nein­um formannn­anna síðan áður­nefnd­ir fjór­ir flokk­ar hófu form­leg­ar viðræður. „Ég hef ekki heyrt í nein­um síðan Katrín fékk umboðið, en það var búið að spjalla við okk­ur svo­lítið fyr­ir þann tíma,“ seg­ir Inga í sam­tali við mbl.is

„Við erum ekki í viðræðum við einn eða neinn, nema okk­ur sjálf. Við vor­um auðvitað í skól­an­um í gær svo spjölluðum við þing­flokk­ur­inn lengi sam­an í okk­ar þing­flokks­her­bergi. Við erum bara byrjuð að vinna á fullu og und­ir­búa starfið okk­ar. Við leyf­um hinum bara að finna takt­inn.“ All­ir fjór­ir þing­menn flokks­ins eru nýir á þingi og sitja þeir því kynn­ingu á störf­um þings­ins sem fór fram í gær og í dag.

Aðspurð hvort flokk­ur­inn sé far­inn að und­ir­búa sig til að starfa í stjórn­ar­and­stöðu seg­ir Inga þing­menn­ina und­ir­búa sig í takt við þá stöðu sem uppi er í dag.

Fjög­urra flokka miðju-hægri­stjórn ekki lík­leg

Talið er lík­legt að þeir flokk­ar sem setj­ist að borðinu næst og reyni að mynda rík­is­stjórn, séu Sjálf­stæðis­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur. Komið hef­ur fram að Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, geri kröfu um að fá for­sæt­is­ráðherra­stól­inn í þeirri stjórn, en ljóst er að það hef­ur ekki hlotið mik­inn hljóm­grunn inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þá hef­ur verið rætt að það geti reynst erfitt fyr­ir Katrínu að rétt­læta það fyr­ir grasrót Vinstri grænna að fara í sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki. Einnig hef­ur verið talað um að Vinstri græn­ir vilji gjarn­an fá Sam­fylk­ing­una inn í þá stjórn, en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er ekki er mik­ill áhugi á því, hvorki inn­an Sam­fylk­ing­ar sé Sjálf­stæðis­flokks. Ætli þess­ir þrír flokk­ar hins veg­ar að reyna að mynda stjórn má telja lík­legt að þeir setj­ist að borðinu í hefji viðræður í dag eða á morg­un.

Í ljósi þess að ekki hef­ur verið haft sam­band við Ingu má að minnsta kosti gera ráð fyr­ir að rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Miðflokks og Flokks fólks­ins, sé ekki á teikni­borðinu. Hug­mynd að slíkri stjórn hef­ur verið viðruð og sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is líta Sjálf­stæðis­menn á það sem val­kost, skili sam­tal áður­nefndra þriggja flokka ekki ár­angri.

Kjarn­inn hef­ur hins veg­ar greint frá því, sam­kvæmt heim­ild­um, að mynd­un slíkr­ar stjórn­ar sé ein­fald­lega hót­un í þeim óform­legu þreif­ing­um sem nú fara fram um hugs­an­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður.

Þá ligg­ur líka fyr­ir að per­sónu­leg­ar deil­ur Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Miðflokks­ins, og Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, gætu staðið slíkri stjórn fyr­ir þrif­um. Þá sagði Sig­urður í sam­tali við mbl.is að hann teldi þá stjórn ekki svara kalli um póli­tísk­an stöðug­leika og breiða skír­skot­un.

Byrjuð að fá gesti og afla þekk­ing­ar

Inga kipp­ir sér hins veg­ar lítið upp við þess­ar vanga­velt­ur og seg­ir Flokk fólks­ins ein­fald­lega ætla að bíða á kant­in­um. Flokk­ur­inn er strax byrjaður að und­ir­búa þing­störf­in þrátt fyr­ir að enn sé óljóst hvenær ný rík­is­stjórn verði mynduð og nýtt þing sett. „Við erum að fá til okk­ar gesti í dag. Við erum að afla okk­ur auk­inn­ar þekk­ing­ar og upp­lýs­inga um mál­efni sem við vilj­um berj­ast fyr­ir.“

Inga ger­ir ráð fyr­ir að for­set­inn kalli ein­hvern formann­anna á sinn fund í dag og veiti form­legt umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar „Það er í stöðunni að næst verði senni­lega reynt við mynd­un stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokk, VG og Fram­sókn. Það kem­ur bara í ljós. Þess­ir reynslu­bolt­ar sem fá umboðið eru með flotta reynslu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert