Þrír að hefja viðræður

Þann 17. nóvember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, sátu …
Þann 17. nóvember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, sátu þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson á Alþingi og ræddu stjórnarmyndun án árangurs. Þingstyrkur Sjálfstæðisflokks var þá 21 þingmaður og VG 10 þingmenn. mbl.is/Golli

Lík­leg­ast er talið að form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs og Fram­sókn­ar­flokks hefj­ist í dag eða í síðasta lagi á morg­un, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson,formaður Framsóknarflokksins.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son,formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Eggert

Síðustu daga hafa for­ystu­menn stjórn­mála­flokk­anna rætt ýmsa kosti til stjórn­ar­mynd­un­ar. „Eft­ir að það slitnaði upp úr hjá þess­um fjór­um flokk­um hef­ur í raun og veru verið opin lína hjá öll­um,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, við mbl.is í gær. For­menn flokk­anna þriggja sem eru að und­ir­búa form­leg­ar viðræður kynntu stöðu mála á þing­flokks­fund­um í gær og upp­lýstu hvað lík­leg­ast væri að gerðist næst.

Þótt svo kunni að fara að þess­ir þrír flokk­ar hefji fljót­lega viðræður er sam­tal um mál­efni vart hafið á milli þeirra. Fyr­ir ligg­ur að VG sæk­ir það fast að Katrín Jak­obs­dótt­ir verði for­sæt­is­ráðherra. Verði það niðurstaðan og samstaða ná­ist um mál­efna­samn­ing hef­ur Morg­un­blaðið heim­ild­ir fyr­ir því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem er með 16 þing­menn, muni gera ákveðna kröfu um auk­inn fjölda ráðherra í nýrri rík­is­stjórn, en VG hef­ur ell­efu þing­menn og Fram­sókn­ar­flokk­ur átta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert