Þrír flokkar halda áfram óformlegum viðræðum

Flokkarnir þrír munu halda áfram óformlegum viðræðum í dag.
Flokkarnir þrír munu halda áfram óformlegum viðræðum í dag. mbl.is/Eggert

Fundi þingflokks Vinstri grænna í Alþingishúsinu var að ljúka. Samkvæmt heimildum mbl.is var á fundinum farið yfir þau samtöl sem hafa átt sér stað í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður. Óformlegar viðræður á milli formanna Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks munu halda áfram í dag, en samtölin eru ekki komin á það stig enn þá að formlegar viðræður séu komnar á dagskrá.

Þá stendur nú yfir fundur þing­flokk­s Sjálf­stæðis­flokks­ins í Val­höll. Bjarni Bene­dikts­st­on, formaður flokks­ins, sagði í sam­tali við frétta­mann Vísis rétt fyr­ir fund­inn að viðræður flokk­anna væru skammt á veg komn­ar og að á fund­in­um stæði til að ræða for­send­ur mögu­legs rík­is­stjórn­ar­sam­starfs þess­ara þriggja flokka.

Fram hefur komið að Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, ger­i kröfu um for­sæt­is­ráðherra­stól í þeirri rík­is­stjórn, en hún hefur ítrekað sagt að hún vilji leiða næstu ríkisstjórn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn styður þá hug­mynd. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ger­ir hins veg­ar líka til­kall til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, enda flokkurinn sá stærsti á þingi. Nái flokkarnir saman á málefnalegum grundvelli og niðurstaðan verður sú að Katrín verður forsætisráðherra er ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái aukið vægi ráðherra í ríkisstjórninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert