Þingflokkur VG fundar í dag

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Fundað hef­ur verið und­an­farna tvo daga í óform­leg­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins en ekki er gert ráð fyr­ir fund­um í dag.

Þess í stað verður þing­flokks­fund­ur hjá VG síðdeg­is þar sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður flokks­ins, og Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður hans, munu greina þing­flokkn­um frá því hvernig viðræðurn­ar hafa gengið. Ákvörðun um frek­ari fundi flokk­anna þriggja verður vænt­an­lega tek­in í fram­hald­inu.

Frétt mbl.is: „Þetta hef­ur bara gengið vel“

Ólík­legt þykir að þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins fundi í dag en gert er hins veg­ar ráð fyr­ir að hann fundi á morg­un sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Ekki ligg­ur held­ur fyr­ir hvort þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins fund­ar í dag. 

Katrín sagði í sam­tali við mbl.is í gær eft­ir að fund­um dags­ins með full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins lauk að það færi að koma að því að fá þurfi botn í það hvort viðræður flokk­anna þriggja væru eitt­hvað sem hægt væri að klára. Það myndi vænt­an­lega skýr­ast strax eft­ir helgi.

Katrín sagði að áhersla hefði verið lögð á það á fund­um flokk­anna til þess að kort­leggja stóru mál­in, meðal ann­ars upp­bygg­ingu í heil­brigðis­kerf­inu og mennta­kerf­inu, og sú vinna hefði gengið vel. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert