Atkvæðin komu Katrínu ekki á óvart

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Alþingi í dag.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, segir það ekki hafa komið sér á óvart að þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttur greiddu atkvæði gegn því að flokkurinn færi í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

Níu atkvæði voru greidd með viðræðunum en tvö gegn þeim. 

Hún segir að ákveðið hafi verið að fresta þingflokksfundi VG í gær til að hægt væri að halda skriflega atkvæðagreiðslu í dag um hvort farið yrði í formlegar viðræður.

„Okkur fannst betra að hafa skriflega tillögu fyrir fundinum.“

Um niðurstöðu þingflokksfundarins bætti hún við: „Ég vil láta reyna á það hvort hægt sé að ná saman og mér finnst alltaf vont að ganga frá verki ef ég er ekki viss um að það sé fullreynt, hver sem niðurstaðan verður. Mér finnst betra að láta reyna á það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert