Agnes Bragadóttir
Samkvæmt samtölum við þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í gær, virðast þingmenn þessara flokka telja að stjórnarmyndunarviðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og VG gangi vel.
Ekki náðist í þingmenn VG en þeir munu vilja bíða og sjá hvað setur, eftir að tveir þingmenn þeirra, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn á þingflokksfundi.
Fullyrt er þó að þingflokkur VG hefði aldrei samþykkt að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk, nema fyrir lægi einlægur vilji, alla vega þeirra níu þingmanna sem greiddu tilrauninni atkvæði sitt og samþykktu viðræðurnar, til þess að flokkunum takist að mynda sterka og samhenta ríkisstjórn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.