Viðræðurnar eru sagðar ganga vel

Formennirnir þrír brostu út að eyrum við upphaf fyrsta formlega …
Formennirnir þrír brostu út að eyrum við upphaf fyrsta formlega fundarins í gærmorgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­kvæmt sam­töl­um við þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins í gær, virðast þing­menn þess­ara flokka telja að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Fram­sókn­ar, Sjálf­stæðis­flokks og VG gangi vel.

Ekki náðist í þing­menn VG en þeir munu vilja bíða og sjá hvað set­ur, eft­ir að tveir þing­menn þeirra, Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir og Andrés Ingi Jóns­son, greiddu at­kvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn á þing­flokks­fundi.

Full­yrt er þó að þing­flokk­ur VG hefði aldrei samþykkt að hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður við Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokk, nema fyr­ir lægi ein­læg­ur vilji, alla vega þeirra níu þing­manna sem greiddu til­raun­inni at­kvæði sitt og samþykktu viðræðurn­ar, til þess að flokk­un­um tak­ist að mynda sterka og sam­henta rík­is­stjórn, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert