Sáttmáli kynntur í næstu viku

Þau funda stíft þessa dagana: (f.v.) Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson …
Þau funda stíft þessa dagana: (f.v.) Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert bakslag hefur komið í viðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, og var gangur viðræðna í gær góður og í samræmi við áætlanir flokksformannanna þriggja.

Líkt og fram hefur komið var rætt um það í gær og fyrradag að gangur viðræðna væri svo góður að stefna bæri að því að kynna málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar fyrir flokksstofnunum um næstu helgi, þ.e. á laugardag eða sunnudag.

Í gærkvöld voru afar litlar líkur taldar á því að það gæti orðið og slík kynning gæti ekki farið fram fyrr en í næstu viku. Það mun ekki vera vegna þess að einhver kengur hafi komið í viðræðurnar, heldur vegna þess að flokkarnir þurfi aðeins meira svigrúm til þess að ljúka málum. Ekki mun farið að ræða skiptingu ráðuneyta og ráðherrastóla af nokkurri alvöru enn.

Formenn flokkanna þriggja funduðu í gær með forsvarsmönnum opinberra starfsmanna og er sá fundur sagður hafa gengið með ágætum og í dag munu þau eiga fundi með forsvarsmönnum SA og ASÍ, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að andófshópurinn innan VG, sem mun einkum vera úr röðum óbreyttra VG-ungliða, sé ekki stór í sniðum. Þeir hafi verið að blogga á lokaðri VG-síðu, og af um 160 manns sem þar eru að tjá sig séu um 80 sem séu harðir í andstöðunni, en þeir hafi mikið verið að endurtaka sig undanfarna daga sem þykir draga slagkraftinn úr gagnrýni þeirra og á sama tíma styrkja stöðu Katrínar Jakobsdóttur formanns sem átta þingmenn VG styðji mjög eindregið í viðleitni hennar að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert