Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn ljúki við málefnasamning sinn um helgina í stjórnarmyndunarviðræðum sínum.
Samkvæmt heimildum mbl.is er verið að fara í gegnum nokkra málaflokka og reiknað er með því að einhverjir þeirra verði kláraðir um helgina.
Góður gangur er engu að síður sagður vera í viðræðunum.
Formenn flokkanna funduðu fyrr í dag í ráðherrabústaðnum en fundarhöld hafa einnig staðið yfir í Alþingishúsinu.
Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn í kvöld og á morgun og munu formennirnir þrír því ekki funda saman á meðan á honum stendur.