Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn þeirra …
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn þeirra þriggja flokka sem nú ræða ríkisstjórnarmyndun. mbl.is/Árni Sæberg

Fari svo að rík­is­stjórn Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins verði að veru­leika eins og virðist stefna í verður um sögu­leg­an at­b­urð að ræða enda hafa Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og flokk­ur­inn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað sam­an í rík­is­stjórn síðan í ný­sköp­un­ar­stjórn­inni svo­nefndri sem var við völd á ár­un­um 1944-1947.

Flokk­arn­ir sem mynduðu ný­sköp­un­ar­stjórn­ina voru Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands og Alþýðuflokk­ur­inn. Ýmis­legt í tengsl­um við hana er kunn­ug­legt. Stjórn­mála­flokk­un­um hafði þannig ekki tek­ist að mynda rík­is­stjórn eft­ir þing­kosn­ing­ar 1942 og fyr­ir vikið ákvað Sveinn Björns­son, rík­is­stjóri og síðar for­seti Íslands, að skipa einu utanþings­stjórn Íslands­sög­unn­ar.

Skip­un utanþings­stjórn­ar­inn­ar var eit­ur í bein­um stjórn­mála­flokk­anna og ekki síður að hún skyldi vera við völd þegar lýðveldið var stofnað 17. júní 1944. Fjór­ir flokk­ar fengu þing­menn kjörna á Alþingi í kosn­ing­un­um haustið 1942. Þeir þrír sem síðar mynduðu ný­sköp­un­ar­stjórn­ina og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Flokk­ur­inn hafnaði hins veg­ar sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Útil­okuðu sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn

For­saga þessa er svo­nefnt Eiðrofs­mál árið 1942 sem sner­ist um breyt­ing­ar á kjör­dæma­skip­an í óþökk Fram­sókn­ar­flokks­ins. Fyrra fyr­ir­komu­lag kom sér vel fyr­ir flokk­inn enda fól það í sér að vægi at­kvæða til sveita, þar sem flokk­ur­inn hafði mikið fylgi, var meira en í þétt­býli vegna þess að fólk hafði í vax­andi mæli í gegn­um tíðina flutt á möl­ina eins og það var gjarn­an kallað.

Fram­sókn­ar­menn töldu Sjálf­stæðis­menn hafa brotið sam­komu­lag um að kjör­dæma­breyt­ing­ar yrðu ekki á dag­skrá næstu árin. Þeir síðar­nefndu töldu sig aðeins hafa heitið því að hafa ekki frum­kvæði að slík­um breyt­ing­um en hefðu hins veg­ar fullt frelsi til að styðja þing­mál frá öðrum þess efn­is í sam­ræmi við stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins sem varð síðan niðurstaðan.

Nýsköpunarstjórnin 1944-1947.
Ný­sköp­un­ar­stjórn­in 1944-1947. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Eiðrofs­málið varð þess vald­andi að Fram­sókn­ar­menn gátu ekki hugsað sér að starfa í rík­is­stjórn með Ólafi Thors, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem þýddi að talið var nauðsyn­legt að mynda stjórn með Sósí­al­ista­flokkn­um sem fram að því hafði ekki átt aðild að rík­is­stjórn. Fimm þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins studdu hana hins veg­ar ekki.

Höfuðáhersl­an á brýna innviðaupp­bygg­ingu

Meðal þess sem hef­ur ein­mitt verið nokkuð áber­andi í tengsl­um við til­raun­ir til stjórn­ar­mynd­un­ar bæði nú og fyr­ir ári er að sum­ir stjórn­mála­flokk­ar hafa úti­lokað sam­starf við aðra flokka sem ekki hef­ur gert það verk­efni auðveld­ara að mynda starfs­hæfa stjórn. Þannig hafa bæði Pírat­ar og Sam­fylk­ing­in til að mynda úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Þess má geta að þegar rætt er um sam­starf Sjálf­stæðis­flokks­ins við sósí­al­ista er stund­um minnst á rík­is­stjórn Gunn­ars Thorodd­sen 1980-1983. Hins veg­ar kom Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ekki að stjórn­inni. Gunn­ar var vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og myndaði rík­is­stjórn­ina í óþökk hans ásamt nokkr­um þing­mönn­um flokks­ins í sam­starfi við Alþýðubanda­lagið og Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Mark­mið ný­sköp­un­ar­stjórn­ar­inn­ar var einkum að nýta mikl­ar gjald­eyris­tekj­ur sem orðið höfðu til á stríðsár­un­um til þess að end­ur­nýja at­vinnu­tæki lands­manna. Einkum í sjáv­ar­út­vegi og land­búnaði. Með öðrum orðum vinna að nauðsyn­legri innviðaupp­bygg­ingu. Talið var mik­il­vægt að taka hönd­um sam­an sem aldrei fyrr og nýta þessa fjár­muni í þágu ís­lensku þjóðar­inn­ar.

Mik­il­vægt að mynda breiða og sterka stjórn

„Að þess­ari stjórn standa menn sem hafa í grund­vall­ar­atriðum sund­ur­leit­ar skoðanir á því hvaða þjóðskipu­lag henti Íslend­ing­um best. Þeir hafa nú komið sér sam­an um að láta ekki þann ágrein­ing aftra sér frá að taka hönd­um sam­an um þá hags­muni at­vinnu­lífs og þjóðar­inn­ar sem ég nú hef lýst og eru kjarni mál­efna­samn­ings­ins,“ sagði Ólaf­ur Thors í ræðu á Alþingi 1944.

Ólafur Thors var formaður Sjálfstæðisflokksins og Einar Olgeirsson var formaður …
Ólaf­ur Thors var formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og Ein­ar Ol­geirs­son var formaður Sósí­al­ista­flokks Íslands. Ljós­mynd/​Alþingi

Ein­ar Ol­geirs­son, formaður Sósí­al­ista­flokks­ins, talaði á svipuðum nót­um. For­senda þess að nýta mætti fjár­mun­ina sem best í þágu þjóðar­inn­ar væri að samstaða næðist á milli full­trúa höfuðstétta lands­ins, verka­lýðs, bænda og at­vinnu­rek­enda, og mynd­un sterkr­ar stjórn­ar. Með öðrum orðum stjórn með breiða póli­tíska skír­skot­un eins og talað hef­ur verið um að und­an­förnu.

Ein­ar taldi Íslend­inga standa frammi fyr­ir ein­stöku tæki­færi sem alls ekki mætti glopra niður eins og hann orðaði það í svo­nefndri ný­sköp­un­ar­ræðu í sept­em­ber 1944. Þá yrði lítið um upp­bygg­ingu í þágu þjóðar­inn­ar og fjár­mun­un­um þess í stað eytt í neyslu. „Og glæsi­leg­asta tæki­færi sem Ísland hef­ur haft til að verða at­vinnu­lega sjálf­stætt og vel­meg­andi þjóðfé­lag væri glatað.“

Bana­bit­inn deil­ur um veru Banda­ríkja­hers

Sá efna­hags­upp­gang­ur sem átti sér stað á Íslandi á stríðsár­un­um, sem ekki síst kom til vegna þess að fjöldi fólks fékk vinnu hjá breska og síðan banda­ríska hern­um og að út­flutn­ing­ur á sjáv­ar­fangi einkum til Bret­lands jókst mjög, kom í kjöl­far krepp­unn­ar sem geisaði á fjórða ára­tug síðustu ald­ar. Minn­ir það óneit­an­lega nokkuð á stöðu mála hér á landi á und­an­förn­um árum.

Vafa­laust hef­ur það hjálpað við mynd­un ný­sköp­un­ar­stjórn­ar­inn­ar að þegar hún var sett á lagg­irn­ar var seinni heims­styrj­öld­in enn í al­gleym­ingi og Sov­ét­rík­in banda­menn vest­ur­veld­anna í bar­átt­unni gegn þýsk­um nas­ist­um. Áður en Þjóðverj­ar réðust inn í Sov­ét­rík­in 1941 höfðu ís­lensk­ir sósí­al­ist­ar beitt sér mjög gegn veru herliðs banda­manna í land­inu sem breytt­ist við inn­rás­ina.

Deil­ur um veru banda­rísks hers á Íslandi eft­ir stríð urðu hins veg­ar að lok­um til þess að upp úr ný­sköp­un­ar­stjórn­inni slitnaði í októ­ber 1946 (sat fram á árið 1947) en kalda stríðið var þá í upp­sigl­ingu sam­hliða versn­andi sam­skipt­um á milli Sov­ét­ríkj­anna og vest­ur­veld­anna. Þó að deila megi um ár­ang­ur stjórn­ar­inn­ar er ljóst að hún lagði ákveðinn grunn að bætt­um lífs­kjör­um á Íslandi til framtíðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka