Ekki enn búin að ákveða sig

Andrés Ingi Jónsson greiddi atkvæði á móti tillögu formanns VG …
Andrés Ingi Jónsson greiddi atkvæði á móti tillögu formanns VG um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. mbl.is/Eggert

Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­menn Vinstri grænna, segj­ast ekki enn vera búin að móta sér end­an­lega af­stöðu til rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins með Sjálf­stæðis­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. Þetta kem­ur fram í sam­tali við þau á RÚV

Þau tvö greiddu at­kvæði gegn því í þing­flokkn­um að fara í form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður við Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn­ar­flokk. 

Þau hafa bæði séð mál­efna­samn­ing­inn en þrátt fyr­ir það segj­ast þau ekki enn vera búin að taka af­stöðu til rík­is­stjórn­ar­sam­starfs. End­an­leg ákvörðun þeirra mun liggja fyr­ir eft­ir flokks­ráðsfund VG á miðviku­dag­inn. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona Vinstri grænna greiddi atkvæði gegn ríksstjórnarsamstarfi.
Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir þing­kona Vinstri grænna greiddi at­kvæði gegn ríks­stjórn­ar­sam­starfi. mbl.i/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert