Ekki enn búin að ákveða sig

Andrés Ingi Jónsson greiddi atkvæði á móti tillögu formanns VG …
Andrés Ingi Jónsson greiddi atkvæði á móti tillögu formanns VG um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. mbl.is/Eggert

Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, segjast ekki enn vera búin að móta sér endanlega afstöðu til ríkisstjórnarsamstarfsins með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta kemur fram í samtali við þau á RÚV

Þau tvö greiddu atkvæði gegn því í þingflokknum að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 

Þau hafa bæði séð málefnasamninginn en þrátt fyrir það segjast þau ekki enn vera búin að taka afstöðu til ríkisstjórnarsamstarfs. Endanleg ákvörðun þeirra mun liggja fyrir eftir flokksráðsfund VG á miðvikudaginn. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona Vinstri grænna greiddi atkvæði gegn ríksstjórnarsamstarfi.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona Vinstri grænna greiddi atkvæði gegn ríksstjórnarsamstarfi. mbl.i/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert