Gagnrýnir „ósvífnar árásir“ á Katrínu

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Eggert

„Mikið væri gott ef fólk gæti litið meira í eig­in barm og sett sömu kröf­ur um heil­indi á sjálft sig og það ger­ir á aðra,“ seg­ir Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Face­book-síðu sinni í dag þar sem hann ger­ir að um­tals­efni mál­flutn­ing for­ystu­fólks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Viðreisn­ar í garð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG, vegna stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna henn­ar við Sjálf­stæðis­flokk­inn og Fram­sókn.

„Allt er víst leyfi­legt í póli­tík­inni og það sýn­ir for­ystu­fólk Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar svo sann­ar­lega þessa dag­ana. Ein­hvern veg­inn hélt ég að hin nýju boðuðu stjórn­mál gengju út á annað en þær ósvífnu árás­ir sem þetta fólk stend­ur nú fyr­ir í garð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Þau kepp­ast hvert við annað um að bera upp á Katrínu óheil­indi, blekk­ing­ar og lyg­ar, með því að ýja að – og segja nokkuð hreint út – því að Katrín hafi ekki verið í viðræðum stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna af heilindum, önn­ur stjórn hafi alltaf verið á teikni­borðinu, jafn­vel frá því fyr­ir kosn­ing­ar, eins og formaður Viðreisn­ar leyf­ir sér að segja í dag.“

Kol­beinn seg­ir fátt segja meira til um innviðina í fólki og flokk­um en hvernig það og þeir tak­ist á við það þegar hlut­irn­ir fari ekki eft­ir þeirra höfði. „Og það er ein­stak­lega sorg­legt að sjá fólk, sem þess á milli mær­ir Katrínu í há­stert þegar það hent­ar því, bera upp á hana þess­ar lyg­ar um óheil­indi.“ 

Skipt­ar skoðanir eru um skrif Kol­beins. Mörður Árna­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sak­ar Vinstri græn um viðkvæmni í at­huga­semd við færsl­una. Pawel Bartoszek, fyrr­ver­andi þingmaður Viðreisn­ar, seg­ir gagn­rýn­ina koma úr hörðustu átt enda hafi VG eytt heil­um þing­vetri og kosn­inga­bar­áttu í að spyrða and­stæðinga sína við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Margt fólk kaus ykk­ur og okk­ur vegna þess að það trúði því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hrein­lega þyrfti að fá frí frá valdi, vegna þess að þrá­seta hans við völd­in í land­inu, á þingi sem og í stjórn­sýsl­unni, er orðin að sjálf­stæðu vanda­máli í ís­lenskri póli­tík,“ seg­ir Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka