Hverjir þurfa að samþykkja?

mbl.is

Stjórn­arsátt­máli fyr­ir­hugaðrar rík­is­stjórn­ar Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins verður lagður fyr­ir stofn­an­ir flokk­anna annað kvöld til samþykkt­ar eða synj­un­ar. En hvaða stofn­an­ir eru þetta?

Flokks­ráð VG mun fjalla um stjórn­arsátt­mál­ann en í ráðinu sitja 40 lands­fund­ar­kjörn­ir full­trú­ar en auk þeirra eiga sæti í ráðinu aðal­menn í stjórn, þing­menn og sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar flokks­ins, for­menn kjör­dæm­is­ráða, for­menn svæðis­fé­laga, full­trú­ar ungliðahreyf­ing­ar flokks­ins og Eldri vinstri grænna.

Flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins er skipað með þeim hætti að kjör­dæm­is­ráð kjósa ár­lega á aðal­fundi einn full­trúa fyr­ir hverja þúsund kjós­end­ur flokks­ins í síðustu alþing­is­kosn­ing­um í því kjör­dæmi og helm­ings­brot þeirr­ar tölu eða meira. Full­trúa­tala kjör­dæm­is má þó aldrei vera lægri en nem­ur heild­ar­tölu þing­manna kjör­dæm­is­ins.

Lands­sam­bönd Sjálf­stæðis­flokks­ins kjósa síðan hvert um sig átta menn í flokks­ráð og auk þess einn full­trúa fyr­ir hverja þúsund fé­laga og helm­ings­brot þeirr­ar tölu eða meira. Sjálf­kjörn­ir eru formaður flokks­ins, sem jafn­framt er formaður ráðsins, vara­formaður, rit­ari, miðstjórn, fram­kvæmda­stjórn og fjár­málaráð flokks­ins.

Enn frem­ur eru full­trú­ar í upp­lýs­inga- og fræðslu­nefnd Sjálf­stæðis­flokks­ins sjálf­kjörn­ir, stjórn sveit­ar­stjórn­aráðs og fa­stráðnir starfs­menn flokks­ins í fullu starfi, for­menn og meðstjórn­end­ur mál­efna­nefnda, alþing­is­menn, fram­bjóðend­ur í aðalsæt­um fram­boðslista fyr­ir síðustu þing­kosn­ing­ar, sveit­ar­stjórn­ar­menn í aðalsæt­um, stjórn­ir kjör­dæm­is­ráða og fyrr­ver­andi þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins skipa um 200 full­trú­ar sem kjörn­ir eru á kjör­dæm­isþing­um til eins árs í senn og er þar miðað við einn full­trúa á hverja eitt hundrað fé­lags­menn í hverju kjör­dæmi eða brot af þeirri tölu um­fram 50. Þriðjung­ur full­trúa skal vera úr hópi ungra fram­sókn­ar­manna eða und­ir 35 ára.

Þess utan eiga sæti alþing­is­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráðherr­ar flokks­ins, lands­stjórn og fram­kvæmda­stjórn, fyrr­ver­andi þing­menn og ráðherr­ar sem eru fé­lags­menn, aðal­menn í sveit­ar­stjórn­ar­ráði flokks­ins, stjórn og vara­stjórn launþegaráðs hans og sjö full­trú­ar sem kosn­ir eru af lands­stjórn.

Flokks­ráð VG mun funda klukk­an 17:00 á Grand hót­eli, flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins klukk­an 16:30 í Val­höll og miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins klukk­an 20:00 á Hót­el Sögu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka