Katrín fær stjórnarmyndunarumboðið

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Bessastöðum í dag.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Bessastöðum í dag. mbl.is/Eggert

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hef­ur veitt Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni VG, umboð til mynd­un­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar með Sjálf­stæðis­flokkn­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um. 

Katrín og Guðni funduðu á Bessa­stöðum í morg­un. Guðni greindi frá því að stjórn­arsátt­máli flokk­anna þriggja lægi að mestu fyr­ir og á morg­un mundu stofn­an­ir flokk­anna greiða at­kvæði um hann.

Guðni seg­ir að Katrín verði for­sæt­is­ráðherra nýrr­ar stjórn­ar njóti sátt­mál­inn stuðnings. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag.
Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Eggert

„Um nokk­urt skeið hafa Katrín, Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, rætt um mynd­un rík­is­stjórn­ar þess­ara flokka. Og nú ligg­ur fyr­ir í meg­in­drátt­um stjórn­arsátt­máli slíkr­ar stjórn­ar,“ sagði Guðni.

„Á morg­un munu stofn­an­ir flokk­anna þriggja greiða at­kvæði um hann. Þá er um það sam­komu­lag, að styðji flokks­stofn­an­ir fyr­ir­hugað stjórn­ar­sam­starf, verði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.“

Heilla­væn­leg­ast að for­menn­irn­ir leiddu viðræður án þess að einn réði för

Guðni benti á að það hefði yf­ir­leitt verið svo um hnút­ana búið í slík­um viðræðum að ein­hver flokks­formaður fengi umboð for­seta til að stýra þeim. Það verklag væri þó alls ekki al­gilt. „Og í þetta sinn varð niðurstaðan sú að heilla­væn­leg­ast væri að for­menn­irn­ir þrír leiddu viðræður án þess að einn réði för,“ sagði Guðni og bætti við að venja og hefð kvæði á um það að við lykt­ir samn­inga hefði einn leiðtogi umboðið á hendi.

„Af þeim sök­um fékk Katrín Jak­obs­dótt­ir umboðið hér í dag, vænt­an­leg­ur for­sæt­is­ráðherra nýrr­ar stjórn­ar ef að lík­um læt­ur,“ sagði for­set­inn.

Ný stjórn taki við á fimmtu­dag­inn

For­set­inn var spurður hvort hann hefði trú á nýrri rík­is­stjórn. „Já, ég hef trú á öll­um rík­is­stjórn­um sem setið hafa þegar ég hef gegnt þessu embætti og bíð þess bara að flokks­stofn­an­ir greiði at­kvæði og svo sjá­um við hvað set­ur.“

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, …
Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, og Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Eggert

Guðni von­ast að til að stjórn­ar­skipti geti orðið eins fljótt og auðið er, eða á fimmtu­dag­inn.

Aðspurður seg­ist Guðni vera bjart­sýnn á að þetta rík­is­stjórn­ar­sam­starf haldi miðað við allt sem á und­an er gengið í ís­lensk­um stjórn­mál­um. „Þar fyr­ir utan er grund­völl­ur ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar skýr. Ísland er lýðveldi með þing­bund­inni stjórn, stend­ur í fyrstu grein stjórn­ar­skrár­inn­ar. Það er í verka­hring stjórn­mála­mann­anna að mynda hér rík­is­stjórn, þeirra sem kjörn­ir eru til setu á Alþingi og þeir eru langt komn­ir með það verk­efni núna, leiðtog­ar þriggja flokka,“ sagði for­set­inn. 

„Nokkuð vel af sér vikið“

Spurður út í þann tíma sem það hafi tekið að mynda nýja rík­is­stjórn að lokn­um kosn­ing­um sagði Guðni: „Í ljósi þess hve lang­an tíma það hef­ur tekið hingað til að mynda rík­is­stjórn­ir, þá er þetta nú nokkuð vel af sér vikið verði af því að ný stjórn taki við völd­um hér í land­inu núna 30. nóv­em­ber. Það eru þá nokkr­ar vik­ur sem þetta hef­ur tekið og þykir ágætt í ljósi sög­unn­ar.“

Spurður út í það hvenær nýtt þing myndi koma sam­an, þá sagðist Guðni ekki hafa upp­lýs­ing­ar um það. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert