Spyr hvort VG verji ólöglegar skipanir dómara

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, fullyrðir að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn …
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, fullyrðir að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn muni þá eflaust þýða að VG muni „verja ráðherra sem misnotar vald og skipar dómara pólitískt." mbl.is/Ómar

Jón Þór Ólafs­son, þingmaður og rit­ari þing­flokks Pírata, hyggst leggja fram van­traust­stil­lögu gegn Sig­ríði Á. And­er­sen, starf­andi dóms­málaráðherra, fari svo að Katrín Jak­obs­dótt­ir skipi Sig­ríði áfram dóms­málaráðherra.

Frá þessu grein­ir Jón Þór á bloggsíðu sinni. „Dóms­málaráðherra braut lög við skip­un dóm­ara í Lands­rétt  sam­kvæmt dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Ef Hæstirétt­ur staðfest­ir dóm­inn þá eru ef­laust fáir sem í al­vöru treysta Sig­ríði fyr­ir því að mis­nota ekki vald sitt sem dóms­málaráðherra,“ seg­ir Jón Þór í færslu sinni.

„Svo ef Katrín Jak­obs­dótt­ir skip­ar Sig­ríði áfram dóms­málaráðherra þrátt fyr­ir dóm héraðsdóm­stóls og hæstirétt­ur staðfest­ir dóm­inn mun ég leggja fram van­traust á Sig­ríði í þing­inu. Að sjálf­sögðu.“

Full­yrðir Jón Þór því næst að stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn muni þá ef­laust þýða að VG muni „verja ráðherra sem mis­not­ar vald og skip­ar dóm­ara póli­tískt. Hvað segja kjós­end­ur VG um það? - Deilið og taggið vin í VG.“

Seg­ir hann Katrínu vel hafa vitað af því í vor að Sig­ríður væri að brjóta lög við skip­an dóm­ara í lands­rétt, af því að hún hafi unnið málið með sér og Sig­urði Inga í Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og hafi auk­in­held­ur skrifað und­ir nefndarálit þar sem skip­an­irn­ar hafi verið gagn­rýnd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert