Töluverð uppstokkun á skattkerfinu framundan

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mun leggja stjórnarsáttmála …
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mun leggja stjórnarsáttmála væntanlegrar ríkisstjórnar fyrir flokksráð flokksins síðdegis í dag. Stjórnarsáttmálinn verður eina umræðuefni fundarins og svo kjósa fulltrúar flokksráðs um hvort gengið verður til stjórnarsamstarfsins eða ekki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að draga veru­lega úr eign­ar­haldi rík­is­ins í viðskipta­bönk­un­um. Þá verður sam­in hvít­bók um end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins sam­kvæmt stjórn­arsátt­mála vænt­an­legr­ar rík­is­stjórn­ar.

Frá þessu seg­ir í um­fjöll­un um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðurn­ar í Morg­un­blaðinu í dag. 

Stefnt er að því að draga veru­lega úr eign­ar­haldi rík­is­ins í viðskipta­bönk­un­um. Þá verður sam­in hvít­bók um end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins sam­kvæmt stjórn­arsátt­mála vænt­an­legr­ar rík­is­stjórn­ar. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins.

Óháðir aðilar verða fengn­ir til að vinna grein­ingu á fjár­mála­kerf­inu og leggja fram til­lög­ur um hvernig skyn­sam­legt sé að hátta skipu­lagi þess til fram­búðar. Vilji er til þess að leita til er­lendra aðila um þessa vinnu og að þeir kynni niður­stöður á vor­mánuðum 2018.

Eigið fé bank­anna í innviði

Áætlað er að lækka eigið fé Íslands­banka og Lands­banka og nýta fjár­magnið sem við það losn­ar í innviðaupp­bygg­ingu áður en tekið verður til við að losa um eign­ar­hluti í bönk­un­um. Hagnaður af vænt­an­legri sölu verður hins veg­ar nýtt­ur til niður­greiðslu skulda rík­is­sjóðs. Til stend­ur að stofna þjóðarsjóð sem fyrst og fremst verði fjár­magnaður með arði af orku­auðlind­um. Verður sjóður­inn hugsaður sem stöðug­leika­sjóður fyr­ir ís­lenska hag­kerfið.

Í sátt­mál­an­um er gert ráð fyr­ir að lækka neðra þrep tekju­skatts og lækka trygg­inga­gjald. Lækk­an­ir þess­ar munu taka mið af kjaraviðræðum á op­in­ber­um- og al­menn­um vinnu­markaði.

Þá hef­ur verið ákveðið að hækka fjár­magn­s­tekju­skatt úr 20% í 22% en sam­hliða hækk­un­inni verður skatt­grunn­ur­inn end­ur­skoðaður. Þannig kem­ur til greina að raunávöxt­un fjár­magns verði skatt­lögð en ekki nafnávöxt­un eins og verið hef­ur. Þá mun einnig koma til skoðunar hækk­un frí­tekju­marks fjár­magn­stekna. Í dag ligg­ur markið í 125 þúsund krón­um á ári.

Sam­ráðs verður leitað við hags­munaaðila um mögu­lega álagn­ingu komu­gjalda á farþega en ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um með hvaða hætti það verður gert. Þá mun gistinátta­gjald eiga að renna að fullu til sveit­ar­fé­laga.

Ekki stend­ur til að hækka virðis­auka­skatt á ferðaþjón­ustu eins og frá­far­andi fjár­málaráðherra hef­ur sagt að staðið hafi til frá árs­byrj­un 2018.

Unnið að ramm­a­áætl­un fjög­ur

Farið verður af stað með vinnu við ramm­a­áælt­un fjög­ur og verður ramm­a­áætl­un þrjú lögð til hliðar, en ekki hef­ur tek­ist að af­greiða hana frá þing­inu. Sam­kvæmt nýrri áætl­un verður áhersla lögð á betri nýt­ingu fyr­ir­liggj­andi orku­fram­leiðslu í stað frek­ari virkj­ana­fram­kvæmda og að tölu­verðu fjár­magni verði beint til upp­bygg­ing­ar dreifi­kerf­is raf­orku um landið.

Þá mun sátt­mál­inn kveða á um að veru­lega verði aukið við út­gjöld til heil­brigðis- og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins. Kosið verður um mál­efna­samn­ing vænt­an­legr­ar rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs og Fram­sókn­ar­flokks á flokks­ráðs- og miðstjórn­ar­fund­um flokk­anna í kvöld.

Reiknað er með því að flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins og miðstjórn Fram­sókn­ar samþykki stjórn­arsátt­mál­ann og vænt­an­legt stjórn­ar­sam­starf. Í VG hafa um 160 fé­lag­ar, víða að af land­inu, skráð sig á flokks­ráðsfund flokks­ins og er rík­is­stjórn­arsátt­mál­inn eina málið á dag­skrá. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er reiknað með löng­um fundi en stjórn­arsátt­mál­inn er hátt í 20 blaðsíður. Þingstyrk­ur VG mun enn vera í lausu lofti en Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir og Andrés Ingi Jóns­son, þing­menn VG, hafa ekk­ert sagt til um hvort þau styðji sam­starfið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert