Gleðst yfir nýrri ríkisstjórn

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/RAX

„Glaður að heyra af nýrri rík­is­stjórn und­ir góðri for­ystu Katrín Jak­obs­dótt­ir er vin­kona mín, hrein­lynd, trygg­lynd, dug­mik­il og skörp svo af ber. Við verðum ekki svik­in af henni í for­sæt­is­ráðuneyt­inu.“

Þetta seg­ir Árni Páll Árna­son, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þingmaður flokks­ins og ráðherra, á Face­book-síðu sinni í til­efni af því að flokks­stofn­an­ir Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins samþykktu í gær stjórn­arsátt­mála verðandi rík­is­stjórn­ar flokk­anna.

Árni Páll bend­ir á að kosn­ing­ar ráði rík­is­stjórn­ar­mynd­un og að eng­in leið hafi verið „að mynda þá stjórn sem sjálf­skipaðir spek­ing­ar höfðu helst viljað mynda.“ Bæt­ir hann við að all­ir lýðræðis­lega þenkj­andi stjórn­mála­menn yrðu að virða niður­stöður kosn­ing­anna og virða og vinna með þeim flokk­um sem lands­menn hefðu kosið.

„Það ger­ir VG nú, rétt eins og Björt Framtíð og Viðreisn gerðu fyr­ir ári, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn gerði 2013 og Sam­fylk­ing­in gerði árið 2007. Hætt­um svo að úthúða flokk­um fyr­ir að gera það eina rétta: Að spila úr þeim spil­um sem kjós­end­ur skammta þeim.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka