Svandís og Guðmundur verða ráðherrar

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir á þingflokksfundi VG í dag.
Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir á þingflokksfundi VG í dag. mbl.is/Eggert

Ráðherr­ar Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í nýrri rík­is­stjórn flokks­ins með Sjálf­stæðis­flokkn­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um und­ir for­sæti Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG, verða auk henn­ar Svandís Svavars­dótt­ir sem verður heil­brigðisráðherra og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son sem fer með um­hverf­is­mál­in sem utanþings­ráðherra. Þá verður Stein­grím­ur J. Sig­fús­son for­seti Alþing­is.

Þetta til­kynnti Katrín fjöl­miðlum eft­ir þing­flokks­fund VG sem hófst klukk­an 11:30. Guðmund­ur hef­ur verið fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Þing­menn­irn­ir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir og Andrés Ingi Jóns­son, sem greiddu at­kvæði gegn stjórn­arsátt­mál­an­um á fundi flokks­ráðs VG, hafa að sögn Katrín­ar lýst því yfir að þau hlíti þeirri niður­stöðu og verði áfram hluti þing­flokks­ins.

Spurð hvers vegna leitað var út fyr­ir þing­flokk­inn sagði Katrín verk­efn­in fram und­an væru ærin og ekki síst á sviði um­hverf­is­mála. Aðpsp­urð sagði hún að það hefði vissu­lega einnig spilað inn í að ákveðin óvissa hafi verið um stuðning tveggja þing­manna flokks­ins. Þá meðal ann­ars með til­liti til mönn­un­ar þing­nefnda.

Ný rík­is­stjórn tek­ur við á rík­is­ráðsfundi á Bessa­stöðum í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka